Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 150
144
Nýskólar og nýskólahugmyndir.
[Skirnir
Ennfremur er til þess ætlazt, að skólinn þroski ýmsar
andlegar eigindir barnanna: siðgæði, viljafestu, þol, vissa
tækni á störf o. s. frv. í skipulagi skólans er þessum hluta
af tilgangi hans viðfesta fundin á þann hátt, að börnin eru
frædd um þau efni, er hér til heyra. Þeim eru kennd trú-
arbrögð og siðfræði, sögð dæmi af mikilmennum og göfug-
mennum sögunnar til hvatningar þols og vilja o. s. frv.
Raunverulegri æfingu þessara eiginda er ekki eins mikill
gaumur gefinn. Starfshættirnir eru of óþjálir til þess, að því
verði við komið til muna og fræðsluefnið of tímafrekt til
þess að öðru verði sinnt svo að nokkru nemi. En með
þessu móti fer ekki hjá því, að áhrif skólans á persónu
barnsins verði helzti einhæf. Það er ekki nóg til þess að
»færa skólann nær lífinu«, að taka þar til meðferðar við-
fangsefni, sem efst eru á baugi meðal nútímamanna. Hitt
þarf einnig, að haga starfsháttum þannig, að viðhorf barns-
ins við viðfangsefninu sé sem svipaðast því, er í lífinu
sjálfu gerist. Á þeirri þörf byggja nýskólamenn kröfu sína
um frelsi til handa börnunum.
Það sem hér hefur verið sagt um ríkjandi skóla, verður
varla borið til baka með rökum. En hitt orkar meira tví-
mælis, hvort ekki megi allvel við una þá starfsháttu, er nú
tíðkast. Einmitt um það stendur deilan milli nýskólamanna
og eldri skólans. Nýskólamennirnir krefjast frjálslegra skipu-
lags og frjálslegri hátta. Það er það, sem þeim mönnum
verður starsýnast á, er lítt þekkja til þessara mála, auð-
gripnast til, ef um það er að ræða, að verða spámaður
af litlum efnum, og menn eru hræddastir við, ef þeir heyra
til hinni öldruðu sveit, sem Þorsteinn kvað um forðum. Af
hvorum tveggja er margt til í mannheimi.
Frelsið er, að skoðun nýskólamanna, fólgið í því, að
það er lagt á vald nemandans sjálfs að finna sér viðfangs-
efni, skapa sér starfsaðferð til úrlausnar því, marka sjálfur
vinnuhraða sinn, dæma sjálfur um réttmæti aðferðar sinnar,
leggja sjálfur fram árangur starfs síns og meta hann sjálfur
til samanburðar við hinn upprunalega tilgang sinn. Frá
fræðilegu sjónarmiði er það þetta, sem átt er við með