Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 204
198
Um Vilhjálm annan.
[Skírnir
ópólitískt og muni hann gera ráðstafanir til, að það verði
lýðum ljóst, að svo sé. En ef þessar ráðstafanir komi eigi
að haldi, ef einhverjir reyni þrátt fyrir allt að gera tilgang
sinn tortryggilegan, »þá vei þeim, þegar ég fæ ráðin!« Hér
missir hann al!t i einu haldið á sinni hraðmæltu tungu og
slöngvar þessum heimskulegu ógnunarorðum framan í hinn
gamla kanzlara. Og það var hvorki í fyrsta né síðasta sinn,
sem hann lét sér slik vitfirrt ofuryrði um munn fara. Á
hinum fyrstu stjórnarárum sínum komst hann eitt sinn svo
að orði um andstæðinga sína: »hvern þann, sem veitir mér
mótstöðu, skal ég mylja mélinu smærra!« Minna mátti
ekki gagn gera.-----------
Bismarck hafði setið 26 ár að völdum, er Vilhjálmur
2. kom til ríkis. Allan þann tíma hafði hann stjórnað land-
inu sem alræðismaður. Að vísu hafði hann ekki alltaf fengið
vilja sínum fyllilega framgengt í innanríkis-málum, en yfir
utanríkis-málunum hafði hann haft fullkomið einveldi frá
því er hann komst til valda. Hann var nú fyrir Iöngu orð-
inn gróinn við kanzlarastólinn, enda var engin hugsun hon-
um fjarlægari, heldur en að þoka úr þeim sessi. Samvinn-
an við hann hafði að visu oft verið Vilhjálmi keisara 1.
óþægileg og jafnvel nálega óbærileg á köflum, en hinn
gamli heiðursmaður vissi, að enginn var færari um að
stjórna Þýzkalandi heldur en Bismarck, og því braut hann
jafnan odd af oflæti sínu og beygði sig fyrir kanzlara sín-
um, þó að honum veitti það örðugt. Hins vegar gat Bismarck
ekki þokað fyrir neinum manni, — hvorki tignum né ótign-
um. Og nú átti það að verða hans hlutskifti, að þjóna á
efstu árum sínum ungum ofláta, óreyndum og eirðar-
lausum. Þess var engin von við skaplyndi beggja, að
samvinna þeirra gæti orðið farsæl eða langæ.
Vilhjálmi farast svo orð um ofríki Bismarcks í endur-
minningum sínum: ». . . Furstinn áskildi sér úrslitavald um
öll mál og lamaði þar með sjálfstæði samverkamanna sinna.
Mér skildist fljótlega, að ráðgjafarnir gátu ekki aðhyllzt
umbótaviðleitni eða hugsjónir »hins unga manns«, ef Bis-
marck var þeim fráhverfur. Ráðuneytin voru ekkert annað