Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 117
Skírnir] Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu. 1H
bræður tvo og eignast lönd þeirra og auðæfi, en það var
hinn nafntogaði Niflungaauður. Enn hafi hann yfirstigið
dverginn Alberich, tekið af honum huliðshjúp hans, en sett
hann til þess að gæta Niflungalands og gullsins. Þá hafi
hann vegið hinn ógurlegasta dreka og laugað sig í blóði
hans. Við það hafi komið á hann hornhúð, er ekki bíti
vopn. Ræður Hagen konungum til að gera vel til Siegfrieds,
því að hann geti orðið ríki þeirra ómetanlegur styrkur. —
Konungar ganga nú í móti þeim Siegfried og bjóða honum
til sín. En hann skorar á þá til orustu, og leggi hvorir við
ríki og ættleifð. Þeir eyða þessu og verður það úr, að
Siegfried þekkist boð þeirra og dvelur með þeim. Gerist
hann landvarnarmaður þeirra og vinnur ágætan sigur á
Dönum og Söxum, er komu með ófriði á hendur Búr-
gundum.
Nú er að segja frá Brunhilde (Brynhildi). Hún ríkti á
Isenlandi og sat í kastalanum Isenstein. Brynhildur var
allra kvenna fegurst og svo frækin, að ekki var á neins
manns færi að þreyta íþróttir við hana. Höfðu margir gerst
til þess að biðja hennar, en hún setti öllum þá kosti, að
þeir skyldu ytirstíga hana í íþróttum, en týna lífinu ella.
Höfðu allir biðlarnir farið feigðarför til hennar. Gunther
spyr þetta og leikur hugur á að fá Brynhildar. Heitir hann
á Siegfried til fulltingis og játar hann ferðinni með því skil-
orði, að hann fái Kriemhilde systur þeirra bræðra. Fara
þeir 4 saman og er Hagen í för með þeim.
Þeir koma til lands Brynhildar og bera upp bónorðið
og fá sömu svör sem aðrir biðlar hennar. í fyrstu hyggja
þeir gott til kappleiksins, en er þeir sjá viðbúnað Bryn-
hildar, hversu þungur var skjöldur hennar, spjótið geysi-
mikið og steinninn stór, er hún ætlaði að varpa, fellur þeim
allur ketill í eld. Taka þeir saman ráð sín, að Siegfried
skyldi standa í huliðshjúpnum við hlið Gunthers og fást
við Brynhildi, en Gunther skyldi Iáta sem hann sjálfur
þreytti við hana. Fór kappleikurinn þannig fram og varð
Siegfried yfirsterkari. Brynhildur varð nú að standa við orð
sín og býr sig til ferðar með Gunther.