Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 54
48
Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdöttir. [Skírnir
Fyrir skírlífisbrot gat konungur einn veitt uppreisn.
En nú vildi svo hrapallega til, að Torfi Erlendsson sýslu-
maður, faðir síra Sigurðar, hafði verið nýdæmdur frá eign-
um og embætti. Varð þá treyst á milligöngu lénsherra?
Vér þekkjum hug hans til síra Sigurðar. Biskup? Brynjólf-
ur Sveinsson var þar óeftirlátssamur við kennimenn sína.
Og þó er máli síra Sigurðar nú svo illa komið, að enginn
annar en biskup getur borgið því, því að Þormóður bróðir
hans mátti sín þá enn ekki neins hjá konungi. En biskup
er vinur beggja, konungs og lénsherra. Þó að biskup sé
strangur, er hann samt eina athvarfið, ef nokkurt athvarf
er til. í þessum raunum sínum virðist kirkjupresturinn hafa
gripið kvittinn um Ragnheiði á lofti og fengið í lið með
sér vin sinn og skólabróður, Odd Eyjólfsson. Sú uppástunga,
að Ragnheiður sé látin vinna eiðinn, er djörf, svo djörf, að
prestur getur naumast ætlazt til, að biskup samþykki hana.
Þá þarf ekki nema eitt orð. Biskup tekur harðara á öðrum
en sínum nánustu. Og ef hann lætur hana ekki vinna eið-
inn, á hann óhægra með að skorast undan hjálp sinni í
þessu vandamáli prests. En allt strandar á ósérhlífni bisk-
ups. Þegar hann hefur íhugað málið, kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að hann verði að framkvæma þessa óljúfu
skyldu. Og samvizku sína gagnvart dóttur sinni hefur hann
friðað á Iíkan hátt og gerði hinn frægi rómverski keisari:
»Á konu Cæsars má jafnvel ekki grunur festast«.
Það verður ekki sannað, að þessi skýring mín sé rétt,
en ég sé ekkert annað, sem varpar samtímis fullu ljósi yfir
uppástungu síra Sigurðar og hvöt biskups til að fram-
kvæma hana.
5.
Laugardaginn 11. maí 1661 fór eiðtakan fram í Skál-
holti. Ragnheiður var þá 19 ára. Biskup hafði kvatt héraðs-
prófastinn, síra Torfa Jónsson í Gaulverjabæ, frænda sinn,
til að taka af Ragnheiði eiðinn. Athöfnin hófst við slíkar
eiðtökur inni i kirkjunni, fyrst á bæn, síðan með útlisting
á merkingu eiðsins og hinni ægilegu viðvörun við mein-
særi. Hér eru viðstaddir auk prófasts síra Sigurður Torfa-