Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 15
Skírnir]
Handritamálið.
ð
komust í eigu hans frá íslandi, svo sem Möðruvallabók,
en þau voru vist að mestu leyti gjafir frá einstökum mönn-
um, og hlaut Árni þau síðar að Bartholin dauðum (1690).
Tveim árum eftir útgáfu þessa konungsbréfs var Árni sendur
til Noregs til þess að safna skjölum og bókum fyrir hann,
og eftir dauða Bartholins hélt hann áfram að safna þess
konar, hvar sem var, eins og einskonar arftaki Bartholins
í þeirri grein.
Árni dvaldi vetrarlangt á íslandi 1685—86 og mun
þá hafa fengizt allmikið við afskriftir og enda safnað þá
einhverju af handritum. Lagði hann með því fyrsta grund-
völl safns sins. Upp frá því tók hann jafnan að hafa gætur
á því, sem var á boðstólum af handritum, hvar sem var,
einkum á bókauppboðum, og keypti hann þá það, sem hann
gat, og varð þetta til þess, að það dreifðist síður. Einna
drjúgastur var honum þó skerfur sá, er hann fékk frá Jóni
Vídalín biskupi, er fengið hafði Skálholtsstól 1697. Hann
seldi Árna, árið 1699, fyrir næsta lítið fé, alt það sem Árni
vildi fá af handritum, er Skálholtskirkja átti, og hefur vist
fylgt þar með ýmislegt, sem efasamt var, hvort væri eign
hennar eða heyrði til dánarbúum Brynjólfs og Þórðar
biskupa. Vídalín virðist hafa verið manna kærulausastur
um allt þess konar og viljað gera vini sínum Árna allt að
skapi, og enda fengið handa honum handrit frá öðrum
kirkjum i biskupsdæminu og frá einstökum mönnum. Meðal
þessara bóka Skálholtskirkju voru mörg fyrirtaks handrit,
bæði að efni og frágangi, svo sem Stjórn, Sverrissaga,
Ólafs saga helga, annálar o. fl. Dr. Jón Þorkelsson hefur
efazt um, að í kaupinu hafi verið tvær Jónsbækur (laga-
bókin), sem Skálholtskirkja átti og nú eru í Árnasafni. I
öllu falli lögsótti Jón biskup Árnason Sigríði biskups ekkju
og Brynjólf Þórðarson um þessi handrit. Þau kváðust fús
að skila bókunum til stólsins, ef þær fyndust, en þau vissu
ekki, hvar þær væru niður komnar. Árni sat þá með bæk-
urnar niðri i Kaupmannahöfn, en það verður ekki séð,
hvort honum hafi verið kunnugt um málareksturinn. Dr.
Kaalund segir, að þær hafi verið í kaupunum 1699, en af