Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 182
176
Cement.
[Skírnir
verkamenn. Síðar hafði Kleist bjargað Dösju úr höndum
hvítliða. (Þetta veit Gléb þó ekki ennþá). En hvernig sem
þessi reikningsskil hefðu annars farið, þá strikar Gléb nú
allt út: ríkið þarf á Kleist að halda og hann er krafinn liðs.
Og Kleist er engu fegnari en að verksmiðjan taki til starfa,
jafnvel í höndum bolsjevíka.
Þegar nógu margar nefndir hafa rætt um eldiviðar-
flutninginn, byrjar verkið. En nú kemur nýtt til sögunnar,
ræningjar gera árásir, gagnbyltingarmenn gera árásir, verka-
menn og menn af skrifstofunum eru hylsknir, svíkjast um,
stela. Þó tekst að sigra alla þessa ötðugleika. Þá þolir
Gléb ekki mátið lengur, heimtar að cements-verksmiðjunni
sjálfri verði komið af stað, að nokkru leyti að minnsta
kosti. Svarið er eins og áður: Cementsmiðstöðin, iðnaðar-
skrifstofan o. s. frv. — Þetta mál kemur okkur ekki við og
«r ekki á okkar valdi. Gléb ákveður að fara sjálfur til
Moskva og verða viku í burtu. Vikurnar verða fjórar —
en þá kemur hann líka, með skipun um að hefja vinnu í
verksmiðjunni. Hann hefur sigrað. Bókin endar með »róm-
antík«. Á afmæli ráðstjórnarinnar er haldin hátíð — líka til
minningar um, að verksmiðjan er tekin til starfa. Gléb er
heiðraður sem hetja á vígvelli vinnunnar. Múgurinn, þús-
undir manna hrópa og kalla honum til dýrðar. Hann held-
ur ræðu um að þegja, sleppa glamuryrðum, vinna, hafa
höfuðið á réttum stað og grípa atvikin steinbítstaki, vinna
að öreigamenningunni. Gléb sveiflar rauða fánanum, verk-
smiðjulúðrarnir glymja og fagnaðaróp mannfjöldans dynja.
IV.
Þetta er aðalefni sögunnar, en inn í þetta er fléttað
mörgu öðru og þá fyrst og fremst frásögn um sambúð
Glébs og Dösju. Gléb vinnur eins og hetja og er ósigr-
andi, en hann gengur með hjartasár, — hann skilur ekki,
hvers vegna Dasja er orðin að annari konu. Hann er
»heimskur«, eins og Dasja segir. Hann reynir að vinna
hana með fortölum, með valdi, en allt kemur fyrir ekki.