Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 222
216
Um Vilhjálm annan.
[Skírnir
in svo rík, að Játvarði 7. var það leikur einn að stofna til
bandalags milli Frakklands, Rússlands og Englands.
Hér verða tildrög ófriðarins mikla vitanlega ekki rak'
in, en þó verður að minnast nokkurra höfuð-atriða. Bis-
marck hafði verið vakinn og sofinn í því að varðveita
friðinn í álfunni eftir 1871. Hann hafði því gert samband
við Austurríki og Ítalíu (þríveldasambandið). En nokkru
síðar (1884) gerði hann leynisamning við Rússa, til þess
að tryggja sér vingjarnlegt hlutleysi þeirra, ef ráðizt væri
á Þýzkaland. Öllum hefir komið saman um, að sá samn-
ingur hafi verið pólitískt meistaraverk, því að nú hafði
Bismarck búið svo um hnútana, að hann gat treyst Rúss-
um ef til ófriðar drægi við Austurríki, en Austurríkismönn-
um, ef til ófriðar drægi við Rússa, en báðum, ef Frakkar
réðust á Þjóðverja. En hitt er satt, að mjög hefir það ork-
að tvímælis, hvort aðferð Bismarcks hafi verið heiðarleg,
er hann samdi við Rússa á bak við Austurríkismenn, og
skal ekki dæmt um það atriði hér. Þenna leynisamning við
Rússa átti að endurnýja í annað sinn árið 1890, einmitt
sömu dagana, sem Bismarck var rekinn frá völdum. Óvinir
Bismarcks hrærðu þá svo í keisaranum, að hann neitaði
að endurnýja samninginn. Var því við borið, að óheiðar-
legt væri að halda samningnum leyndum fyrir Austurríkis-
mönnum. Má vel vera, að Vilhjálmur hafi litið svo á mál-
ið í raun og veru. En hitt hefir þó áreiðanlega verið þungt
á metunum, að Vilhjálmi var einmitt um þær mundir einkar
Ijúft að skaprauna þeim báðum, Bismarck og Alexander 3.,
því að Bismarck hafði þá nýlega flutt honum illmæli zars-
ins, svo sem fyr sagði. En afleiðingin af neitun Vilhjálms
varð sú, að Rússar snerust til vináttu við Frakka, enda
hófst nú bráðlega með þeim bandalag það, er síðan hélzt
þangað til Bolsjevíkar brutust til valda. Reyndi þó Vil-
hjálmur allt sem hann gat til þess að teygja Nikulás 2. út
úr því sambandi, svo sem bréf hans til zarsins ljósast
vitna. Lagði hann virðingu sína hvað eftir annað að veði
til þess að ná þessu takmarki. Skal hér aðeins getið um
eina þessara tilrauna.