Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 141
Skirnir] Nokkrar athugasemdir viö Haraldskvæði. 135
II.
En þetta eru ekki einustu orðin, sem torskilin eru á
þessum stað. Hvað er átt við, þegar sagt er frá því, að
leikararnir beri »brennanda spón« »of eld« = gegnum eld
(»gennem baal«, Finnur Jónsson)? Þetta virðist vera hrein
fjarstæða. Það gat verið list, sem vert var að sýna, að
bera viðarspón gegnum eld, án þess að kviknaði í spæn-
inum eða manninum, — en hér er »spónninn« látinn vera
brennandi. Ég held líka, að hér sé misskilningur á handrit-
inu, en líklega má hér þó greiða úr honum. í handritinu
stendur orðið spon, og hafa menn almennt skilið það sem
þolfall í eintölu af spýnn (spánn) og þá lesið spán með
venjulegri réttritun. Ég vil nú benda á, að spon mætti líka
lesa sem spynn, sem er fleirtala af orðinu spann, ker, sem
Egill Skallagrímsson notar í Arinbjarnarkviðu. Annaðhvort
má hér lesa »sponn«, þolfall í fleirtölu, eða »spann«, þol-
fall í eintölu. Ef lesið er »sponn«, ætti eiginlega að breyta
orðmyndinni „brennanda“ í „brennandi“ (þolf. flt.), eftir ís-
lenzkri málvenju. En þess ber að gæta, að kvæði þetta er
norskt, og hefur varðveitzt í handriti með norskri réttritun.
Og nú vill svo til, að í forn-norsku, í mótsetningu við forn-
íslenzku á 13. öld, kemur það oft fyrir, að aðrir hljóðstafir
en þeir eiginlegu endingahljóðstafir finnast í þesskonar fall-
endingum, og einkum þó a fyrir i (e), sbr. Noreen, Altnord.
Grammatik, 3. aufl. § 435, ath. 1.; hefur E. Wadstein sýnt
fram á þetta í Fornnorska homiliebokens ljudlára, bls. 100;
hann tilfærir úr því handriti orðmyndir eins og fliuganda
(þolf. flt. kvk.), (58, 7), ganganda (þolf. flt. karlk.), (86, 23)
o. s. frv. Þess vegna er engan veginn nauðsynlegt, að
breyta „brennanda“ í „brennandi", þar sem „brennanda“
gæti vel verið þolf. flt. eftir forn-norskri málvenju. En þá
þarf ekki að bregta neinu í handritinu; þar stendur þá
brennanda spon, sem má lesa »brennanda sponn« = brenn-
andi (logandi ker). Og ætti þá að halda lika leshættinum
»um«, sem er skýrlega ritað í hdr., en ef sett er orðið „of“
í stað þess, verður »of« að skiljast í merkingunni »í kring-
um«, en ekki »í gegnum«. Þá verður allt skýrt: mennirnir