Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 198
192
Um Vilhjálm annan.
[Skirnir
nálægt utanríkis-málum«. Bismarck kveður sér hafa runnið
til rifja, hve fátt var með þeim feðgum, en hann svaraði
Friðrik því einu, að keisarinn hefði skipað svo fyrir, að
sonur hans ætti að starfa i utanríkis-ráðuneytinu og að
föðurvaldið yrði að lúta í lægra haldi fyrir keisaravaldinu.
Þessu svari varð Friðrik að kyngja. En beiskar áhyggj-
ur tóku nú að ofsækja þau hjón, enda höfðu þau lengi
búið yfir mikilli gremju og óánægju. Keisarinn lifði von úr
viti. Nú var hann kominn að níræðu, var enn þá stálhraust-
ur og enginn mátti vita nema hann yrði tiræður. Ef til vill
ætti það fyrir Vilhjálmi að liggja, að hlaupa yfir ættlið og
setjast í hásæti afa síns, þótt hann hefði enn þá litlu meiri
burði til þess en ófiðraður ungi? Friðriki hafði fyrir löngu
þótt bið sín orðin ærið löng, óþreyja arfborinna manna
hafði pínt hann um áratugi, — nú skyldu endalokin verða
þau, að hann kæmist aldrei í öndvegið, hyrfi úr sögunni!
Hann var nú um sextugt, karlmenni að burðum og kenndi
sér einskis meins. En samt sem áður, — faðir hans gat vel
tekið upp á því, að lifa einn áratug í viðbót og hver mátti
vita, hvernig þá færi? Þessi nagandi uggur, þessi þögula ill-
spá um framtíðina, sem þau hjón bjuggu yfir og hafa sjálf-
sagt reynt að kveða niður, lét þau aldrei í friði þegar
hér var komið.
Og illspáin rættist. Hinn 22. marz 1887 varð Vilhjálmur
níræður. Þá veittu menn því eftirtekt, er ríkiserfingi flutti
föður sínum lotningarfullt ávarp í afmælisveizlunni, að hann
var hás. Nokkrum dögum síðar fór það að kvisast við hirð-
ina, að ríkiserfinginn væri sjúkur og að sjúkdómurinn væri
krabbamein í hálsi, en þó á byrjunarstigi. í maímánuði var
sjúkdómurinn kominn á það stig, að sex frægustu læknar
Þýzkalands kváðu upp þann dóm, að hálsskurður væri óhjá-
kvæmilegur, en hins vegar gerðu þeir sér góðar vonir um,
að hann mundi heppnast og sjúklingurinn geta notið góðr-
ar heilsu árum og jafnvel áratugum saman. Dagurinn var
þegar ákveðinn, er skurðinn skyldi gera, en þá kom Victoría
til skjalanna, illu heilli. Barnalegt vantraust hennar á Þjóð-
verjum og öllu, sem þýzkt var, — einnig á þýzkum vís-