Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 133
Skírnir] Nibelungenlied og hetjukvæðin i Eddu. 127
þess að fórna bræðrum sínum einnig á altari hefndarinnar.
Þessi hefndarhugur er ekki sprottinn af augnabliks æsingi,
meðan víg manns hennar er nýframið og hún sér lík hans
blóði drifið við húsdyr sínar. Hann er orðinn að ásetningi,
sýki, sem fer leynt í fyrstu, en á sér djúpar rætur og brýst
fram að lokum, ólæknandi og banvæn. Þessu hugarfari hef-
ur skáldinu tekizt vel að ]ýsa. Þess er og gætt, að hún
verði ekki of ógurleg í augum áheyrendanna. í Þiðrikssögu
er sagt, að hún æsi son sinn til þess að slá Högna, í þeim
tilgangi, að Högni muni vega hann og Atli því neyðast til
að hefna hans. En hér vegur Högni sveininn án beins til-
efnis af hennar hálfu. Skáldið vill ekki láta hana níðast á
móðurást sinni með ráðnum huga. Svo langt treystir hann
sér ekki til að fara.
Það er að vonum, að þýzkt skáld á 12. öld hafi litið
öðrum augum atburði og menn heldur en norrænt skáld
á 10. öld. Hvað borið hefur til þess, að þýzka sögnin vik-
ur svo mjög frá frumsögninni, er ekki auðvelt að ráða i.
En það hefur orðið, og það er því raunar önnur saga, sem
sögð er í Nibelungenlied heldur en í Atlakviðu og Atla-
málum. En munurinn er einnig annar og miklu meiri. Fram-
setningin er öll önnur. Nibelungenlied er söguljóð, er segir
frá röð af atburðum, hægt og hátignarlega, eins og lygn
árstraumur. Að hverjum viðburði er langur aðdra.iandi, svo
að ekkert kemur á óvart. Síðan er hlé á frásögninni, eins
og á milli tveggja bardaga, til þess að áheyrandinn fái tóm
til þess að átta sig, áður en byrjað er á nýjan leik. Þetta
hefur þann kost, að lýsingarnar verða fyllri, skáldið fær
tækifæri til þess að segja allt, sem honum býr í brjósti.
En heildaráhrifin spillast að því skapi, enda ekki ætlast til
þess, að allt kvæðið sé heyrt í einu, heldur einungis einn
kafli um einn atburð í senn. Eddukvæðin eru á annan veg
og annars eðlis. Hvort sem þau segja frá einum atburði,
eins og t. d. Þrymskviða, Reginsmál eða Atlakviða, eða þau
gefa ágrip af langri sögu, eins og t. d. Völuspá, Grípisspá
eða Sigurðarkviða skamma, eru þau hvert um sig ein sam-
felld heild, er ekki verður slitin í sundur né heldur skeytt