Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 126
120 Nibelungenlied og hetjukvæðin í Eddu. [Skírnir
saga) það svo, að gerningar hali valdið. Hann fær systur
þeirra og setzt að ríkjum með þeim.
Þannig má rekja söguna, þó að engin heimild hafi
hana í þessari mynd. Nibelungenlied segir frá áskorun Sig-
urðar á Búrgunda, en gerir ekki grein fyrir henni. Eftir
sögn kvæðisins var Sigurðr kominn í kvonbænaerindum, og
var þá ekki vænlegt til góðs árangurs að fara með ófriði.
Eddukvæðin gefa enga skýringu á því, hvers vegna Sig-
urðr fór á fund Gjúkunga. Hvergi sézt votta fyrir því, að
Sigurðr hafi verið í þingum við tvær valkyrjur. Mun því
réttast að álíta, að Sigrdríf sé valkyrjukenning og átt við
Brynhildi.
Bónorðsförin til Brynhildar er sögð á svipaðan hátt t
báðum kvæðunum, en síðari hluti frásagnarinnar þó mis-
munandi. Sigurðr vinnur Brynhildi til handa Gunnari, því
að hann einn gat leyst þrautirnar, sem til þess þurfti. En
um eðli þrautanna ber heimildunum ekki saman. Vafalaust
er miklu eldri saga Eddukvæðanna um vafurlogann og að
þeir Gunnar hafi skift litum. En um eðli vafurlogans, eða
hvernig sú saga hefur myndast, er allt óvíst. Geta sumir
þess til, að vafurloginn sé ekki annað en norðurljósin, aðrir
nefna þrumuský, og fleiri getur eru leiddar að þessu. Nibe-
lungenlied breytir þessu á þá leið, að Brynhildr þreytir
íþróttir við biðla sína, hinar sömu sem miðaldariddarar
léku. Sigurðr er ósýnilegur í huliðshjúpnum, sem veitir
honum yfirnáttúrlegt afl, og er þó öllu til skila haldið, að
hann fái sigrað Brynhildi. En þar sem höfundur kvæðisins
getur ekki logareiðarinnar og þess, að Sigurðr hvíldi þá
hjá Brynhildi í líki Gunnars, kemst hann í vandræði og
grípur þá til viðureignarinnar í svefnherberginu.
Orðasenna drottninganna er upphaf hörmunga þeirra,
er síðar urðu. Þar ber á milli, að Kriemhilde á upptökin í
Nibelungenlied, en i Eddukvæðunuin (Völs.) veldur Bryn-
hildur upphafinu. Nibelungenlied lætur Kriemhilde halda
því á lofti, að Sigurðr hafi spjallað Brynhildi, og fær Sig-
urðr tækifæri til þess að bera það af sér. En þá er lika
fallin í burtu ástæðan til þess, að Gunnar ræður Sigurð af