Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 62
56 Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. [Skírnir
ur hún sjálf að innsigla. Prédikunin hefst, og allan tímann,
þar til henni er lokið, liggur Ragnheiður í sömu stellingum
á miðju kirkjugólfi, og allan tímann standa augu safnaðar-
ins á henni. Presturinn segir amen, hún stendur upp, og
iögmáli kirkjunnar er fullnægt.
Þegar komið er inn í biskupsstofuna, liggja þar tvö
skjöl. Annað er kaupmáli við Helgu Magnúsdóttur, »að
vegna þeirrar æru og staðfastrar dyggðar, sem biskupinn
og hans höfðu af henni þegið«, seldi nú biskupinn henni
30 hundraða jörð fyrir 240 ríkisdali — á þeirri tíð var sala
fasteigna við lausafé mjög mikill greiði við kaupanda, ef
báðir aðiljar voru efnaðir.
Hitt skjalið er Ragnheiður látin lesa. Hún les þar, að
». . . fyrir það legorðsbrot, sem Ragnheiður var i fallin í föður-
garði með Daða Halldórssyni, hvert með opinberri barneign augljóst
var orðið, hvers faðerni Daði hafði bréflega meðkennt, svo Ragn-
heiður hafði hér fyrir opinbera aflausn tekið hér i dómkirkjunni í
Skálholti nú þann 20. Aprilis, uppá hvern að bar þann þriðja sunnu-
dag eftir páska, í vorri viðurvist, af héraðsprófastinum i Árness þingi,
S[íra] Torfa Jónssyni, svo að augljóst var eftir voru lands lögmáli,
að hún hefur fyrirgert öllufm] arfi eftir föður og móður og hefur
hann af sér brotið, utan sú miskunn til komi, sem lögin setja í föð-
ursins hönd eða bróðurs, ef ekki er faðir til, þar fyrir vegna guðs
almáttugs og þess föðurlega hjarta, sem b[isku]pinn vildi sýna þessu
sínu fátæku og fáráðu barni, leiddist hann til, með samþykki móður
hennar, Margrétar Halldórsdóttur, fyrir tillögu og meðaigöngu æru-
göfugra ástvina, heiðarlegs kennimanns S[íra] Torfa Jónssonar prófasts
í Árness þingi, b[isku]psins bróðursonar, en bræðrungs Ragnheiðar,
sem og göfugrar höfðingskvinnu Helgu Magnúsdóttur, b[isku]psins
og Margrétar frændkonu, og beggja þeirra velgjörða systur, að taka
nefnda Ragnheiði Brynjólfsdóttur til allra arfa, sem mál hennar óspjall-
að væri, með þessu eftirfylgjandi fororði og skilmála: Að hún óttist
guð og elski af hjarta og alvöru, iðki hans heilaga orð kostgæfilega,
bæði með lestri biblíunnar og annara kristilegra bóka, og lagi þar
eftir sitt dagfar og lifnað, sem hún merkir guðs vilja vera til í orð-
inu opinberaðan, hlýði hollum ráðum og áminningum bæði foreldr-
anna og þeirra, sem henni verða í foreldra stað settir, í öllu kristi-
legu og loflegu, og kasti þeim ekki í vind, heldur brjóti sinn vilja
og geð undir kristilega hlýðni sinna yfirboðara. It[em]: Að hún
ástundi kristilega iðni, þrifnað, verkshátt og kunnáttu, eftir þvi sem
henni verður tilsagt og fyrirsett, og láti sér þar í fram fara með al-