Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 95
Skirnir] Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles. 89
»Wunsche dir nicht zu scharf das Auge, denn wenn du die Toten
in der Erde erst siehst, siehst du die Blumen nicht mehr«
(Ofskörp ei augu þín sé, þvi ef þú fengir að lita
dauða menn dimmri i mold, dapraðist sjónin á blóm).
Einn frægur sálarfræðingur hefur jafnvel í stuttu ágripi af
sálarfræðinni fundið ástæðu til að skrifa sérstakan kafla
um böl það, er framsýninni fylgir (Obel der Voraussicht).
Hávamál eru því sammála mörgum vitrum mönnum að
fornu og nýju um þetta, og það sýnir hina hiklausu sann-
leiksást höfundarins, að hann getur annmarkanna á því,
sem hann telur þó til æðstu gæða mannkynsins. Hann skil-
ur, að sá, sem allt veit, verður um leið að taka við sorg-
inni og áhyggjunum, sem af þekkingunni leiðir, og að það
mundi draga úr lífsgleðinni og starfsþróttinum. Vitið er oss
gefið til þess að bregða birtu yfir starfssviðið, lýsa oss á
leiðinni að markinu. Það er geislastafur, er lífsviljinn sendir
út til að sjá, hvað gera skal næst. Það á að vera »líkn-
stafir«, en ekki »meinstafir«, en meinstafir verður þekkingin,
ef hún glepur sálarró vora og lamar lífsþróttinn. Sá sem
vill ganga á mjóu borði yfir freyðandi foss í gljúfri, verður
að horfa beint fram og gleyma á meðan öllu, sem hann
veit um hættuna. Hugsunin um hana mundi draga hann
beint niður í gljúfrið. Og að hverju gagni kæmi honum að
hugsa um hættuna, þegar hann væri kominn yfir um? Það
mundi aðeins verða til þess, að gera hann hræddan eftir
á og deigari til að leika sömu list á ný, þótt hann þyrfti. —
En hvernig er þá sá maður, er í hvívetna lætur stjórn-
ast af vitinu? Hvaða hugsjón vakir fyrir höfundinum?
Hvernig á maður að vera? Lýsingarorðin, sem Hávamál
velja honum, eru: snotr, meðalsnotr, ráðsnotr, horskr, fróðr;
hugall, varr ok eigi ofvarr, þagall, gætinn at geði, góðr;
glaðr ok reifr, mildr (þ. e. örlátur), frækinn, vígdjarfr. í
þessum einkunnum kemur það enn fram, hve mikla áherzlu
Hávamál leggja á vitsmunina, en aðalorðið er eflaust snotr.
Og hér erum vér svo heppnir, að Snorri Sturluson hefur
sýnt, hvað í því orði felst, þar sem hann minnist á gyðj-
una Snotru: »Snotra — hon er vitr ok látprúð; af henn-