Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 38
32
Handritamálið.
[Skírnir
konar í Kaupmannahöfn, hvernig sem annars pólitiska sam-
bandinu milli landanna er varið. Það er því meiri ástæða
til þessa sem saga síðustu alda sýnir, að íslendingar hafa
manna mest fengizt við útgáfu og skýringu þessara hand-
rita og skjala, og þeir munu enn mest fást við það á
ókomnum öldum, enda snertir þetta þá mest allra þjóða.
Enn sem fyr munu Danir sjálfir lítið vinna að þessu nema
íslendingar séu í verki með þeim, og það mun verða ljóst,
að enn eru nóg verkefni fyrir hendi og mikið má gera, ef
rétt er að farið.
Það er full ástæða til að taka þetta mál til íhugunar
og meðferðar einmitt nú, og bezt að það væri gert sem
fyrst, því að nú eru tímamót í viðskiftum Dana og íslend-
inga i þessum efnum sem öðrum. Hingað til hafa íslenzkir
stúdentar farið til náms, í norrænu sem flestu öðru, til
danska háskólans og dvalið þar um nokkur ár, og auk
þess hafa ýmsir íslenzkir fræðimenn dvalið í Danmörku um
lengri eður skemmri tima. Þetta er nú breytt eða að breyt-
ast. í norrænum fræðum fá nú stúdentar kennslu við ís-
lenzka háskólann og því engin hvöt fyrir þá að leita til
Hafnar í þeim erindum; ef þeir vilja fá frekari þekkingu á
germönskum og norrænum málum, er líklegt, að þeir leiti
til Oslóar eða þýzkra háskóla, þar sem meira er kennt i
þessum fræðum en í Höfn. Ekki virðist heldur útlit fyrir,
að íslenzkir fræðimenn muni framvegis dvelja að ráði í
Höfn; eftir því, sem nú stefnir, verður líklega einn pró-
fessor í fornri og nýrri íslenzku við háskólann þar, og auð-
vitað alls ekki víst, að hann sé jafnan íslendingur, þar sem
öllum mun frjálst að keppa um embættið. Af þessu leiðir,
að aðstaða íslendinga til handritasafnanna í Kaupmanna-
höfn verður öll önnur en áður. Þeir fá ekki tækifæri til að
vinna við þau að sama skapi og fyr eða að kynnast þeim
svo vel. Ef Danir verða einir um hituna, er hætt við að
þetta leiði til þess, að minna verði gefið út af rdum þar í
þessum greinum, og jafnvel ekki ugglaust um, að fé, sem
hingað til hefur verið veitt til þessa, verði varið til ein-
hvers annars, eins og fór um fastasjóð Fornfræðafélagsins.