Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 120
114 Nibelungenlied og hetjukvæðin i Eddu. [Skirnir
Gunther og Hagen til hennar og votta henni samhryggð
sína. Hún ber upp á þá vígið, en þeir dylja þess með öllu.
Þá tekur sárið að blæða á ný, og þótti nú sannað, sam-
kvæmt réttarvenju miðaldamanna, að vegandinn væri við-
staddur og þeir Gunther og Hagen sannir að sök um vígið.
Hyggst Kriemhilde nú að koma íram greypilegri hefnd.
Hún býst nú til brottferðar með tengdaföður sínum, en fyrir
þrábeiðni yngri bræðranna sezt hún aftur, en vill þó eng-
in mök eiga við Gunther og Hagen. En Brynhildur hrósar
framkominni hefnd, og er hún úr sögunni. Þó má sjá, að
hún lifir alla síðari atburði.
Eftir 3 ár tekst yngri bræðrunum loks að koma á sátt-
um milli Kriemhilde og Gunthers. Var tilskilið, að Gunther
skyldi láta sækja gullið mikla til Niflungalands, ef það
mætti verða Kriemhilde til hugarléttis, en Siegfried hafði
gefið Kriemhilde gullið í morgungjöf. Hún tekur nú að ausa
fénu á báðar hendur og aflar sér þannig fjölda vina. Hagen
notar þetta að yfirvarpi til þess að ná gullinu undir þá
Gunther; telur hann þeim trú um, að Kriemhilde muni spana
alla menn undan þeim með þvílíkum auði. Ljær Gunther
samþykki sitt til þess, en yngri bræðurnir eru aftur fyrir
utan þessi eiðrof. Hagen tekur nú gullið og felur í Rín;.
vinna þeir allir eið að því, að leyna felustaðnum. Við þessi
svik svellur Kriemhilde harmur á ný. Situr hún í sorg í
10 ár.
Lýkur hér fyrra þætti kvæðisins um Siegfried og
Búrgunda.
Atli (Etzel) Húnakonungur er um þessar mundir rík-
astur konungur norðan Rómaveldis. Helke drottning hans
tekur sótt og andast, en ráðgjafar hans eggja hann að biðja
Kriemhilde, og fellst hann á það. Þegar sendimenn Atla
koma til Worms, eru bræður Kriemhilde mjög fýsandi, að
þessar mægðir takist. Hagen leggur aftur á móti því; hann
óttast hefndarhug Kriemhilde og að hún muni fá afl til
þess að reka harma sinna, ef hún verði drottning Húna.
En þeir bræður vilja ekki láta sér sk.iljast, að þeim geti