Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 63
Skímir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
57
vöru og guðsótta (en varist slímur og slen, hopp og hí). Item er af-
skilið, að hún láti sig henda þvilikan eður annan saurlifnaðarglæp
og aila aðra vitanlega stórglæpi, sem hún veit guðs heilaga orði
þverlega i móti vera og kristins manns samvizku, heldur venji sig
nú alvarlega á allar kvennmanns dyggðir, og beri sig að afplána
það ailt, sem hingað til hefur áfátt orðið, með alvarlegri kostgæfni
allra kvenndyggða, takandi fyrir sig sparlega, réttilega og guðlega
að iifa í þessum heimi. En sé hér af brugðið með vitanlegum stór-
glæpum eða stórkostlegri óskikkun, þá sé þessi afturtöku gjörningur
ónýtur og afturkallaður og hún þaðan af ekki von eigandi til upp-
reisnar í þessu máli. En nærverandi heiðarlegir menn óskuðu að
betur til tækist og guð vildi henni með sinni náð þar til hjálpa og
sinn heilaga anda gefa, sem hana færði i allan sannleik, sínu nafni
til dýrðar, en henni til velferðar. Þessu öllu guðlegu áformi lofaði
Ragnheiður Brynjólfsdóttir með fullnaðar handsölum við b[isku]pinn
og móður sína og bróður fram að fara með allri alvöru og ástund-
un, það framast mögulegt væri, og hér af ekki af þverúð né for-
smán að brjóta*.
Undir þessu skjali standa 10 nöfn, og eiginhandar-
naín Ragnheiðar finnst hér í fyrsta sinn. Öll standa nöfnin
skýrt á þessu gamla skjali, og þó hennar sízt. Það er mjög
sjaldgæft, þótt fullyrt sé, að nokkuð verði ráðið af rithönd
manna fram yfir gerð handarinnar, ekki sizt af nafninu
einu. En þegar vér lítum á þessa kvennhönd, finnst oss
Ragnheiður standa ljóslifandi fyrir oss. Foreldrar hennar
hafa skrifað undir, bróðir hennar líka, og hann réttir henni
pennann. Hún stingur fjöðrinni í botn á blekhúsinu, þerrir
pennann fast til á barminum, eins og óstyrk hönd gerir,
penninn er gruggugur, R-ið er loðið, blekið lítið, en hún
dýfir honum ekki í aftur. Á því augnabliki, sem aldarfarið
gerir smán sina að vorri eigin og heimtar að vér undir-
skrifum þessa smán, þarf ótrúlegt þrek til að dýfa tvisvar
í blekbyttu. Ragnheiður Brynjólfsdóttir skrifar helming nafns
síns^með hálfþurrum penna.
6. maí eru sira Halldór og Guðrún dóttir hans aftur i
Skálholti til að komast að vægari gjalddaga um þau 300
Hkisdala, sem eftir standa af skuld Daða, þegar jarðir og
Peningur er af hendi látinn. Biskup gefur þeim fimm ára
gjaldfrest.