Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 143
Skirnir| Nokkrar athugasemdir við Haraldskvæði. 137
hans yfirleitt hefur þótt vínið því betra sem það var áfeng-
ara, og engum þeirra gat líkað að fá það deyft með því
að blanda það vatni og spilla því með eldi. Þeir vildu það
ómengað og óeldborið, blessuð skáldin. Og hver sá, sem
það gerði, hlaut í þeirra augum að vera hœldrœpr, og það
enda þótt konungshylli hefði. Skáldin þá voru víst ekki
meiri bindindismenn en skáld eru nú, almennt. Þeim hefur
áreiðanlega þótt einkar gaman að því að drekka eins mikið
og þeir máttu og þoldu, ekki sízt þegar föng voru á því
að fá gott, suðrænt vín við hirð konungs. í hvílíkum há-
vegum víndrykkjan var höfð sézt á því, að Óðinn er lát-
inn lifa eingöngu á víni, og það er vafalaust, að margt
skáldið hefði verið fúst á að líkja eftir Óðni hvað það snerti.
Samt vil ég nú engan veginn halda því fast fram, að
þessi skýring sé hin eina rétta, enda þótt mér finnist ástæða
til að benda á, að hún er hugsanleg. Mér finnst aðalmót-
báran gegn henni vera sú, að það er óvíst, að þessi með-
ferð á víni (að afbrenna það) hafi þekkzt svo snemma hér
í álfu. En ef hægt er að finna það, að þessi siður hafi
þekkzt einhversstaðar i álfunni á þeim tímum, er það eng-
an veginn ómögulegt, að útlendir leikarar hafi flutt hann
með sér til Noregs. Að minnsta kosti er það víst, að sum-
ar víntegundir á þeim tímum, t. d. vinum coctum (»soðið
vín«), sem getið er um í einni fyrirskipun Karlamagnúsar
keisara (sjá áðurnefndan stað hjá Heyne), hljóta að hafa
verið nógu sterkar til að hægt væri að afbrenna þær.1) Líka
mætti hugsa sér, að ofan á vínið hafi verið látin viðar-
olía og kveikt í henni, til þess að lengur logaði á því.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hvernig menn í
Suðurlöndum fram á þennan dag hella viðarolíu ofan á
vinker, til að varðveita vínið frá áhrifum loftsins og frá
') Sumir telja liklegt, að menn hafi þekkt eimda og brennda
drykki snemma á miðöldum, þó að ekki yrðu þeir algengir fyr en
löngu síðar, sbr. H. Scnelenz: Zur Geschichte der pharmaceutisch-
physischen Distilliergerate, Berlin 1911, bls. 20—21, 34.