Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 105
Skirnir]
Lífsskoðun Hávamála og Aristoteles.
99
friðr fimm daga,
en þá sloknar,
er hinn sétti kemr
ok versnar allr vinskapr. (51)
Mörgum mun virðast kaldrifjuð reglan, sem Hávamál
gefa um þann vin, sem maður trúir illa:
Þat er enn of þann
er þú illa trúir
ok þér er grunr at hans geði,
hlæja skaltu við þeim
ok um hug mæla,
glík skulu gjöld gjöfum. (46, sbr. 45)
En í raun og veru er þetta bein afleiðing af reglunni um,
að verða aldrei fyrri til að slíta vináttu. Annaðhvort verð-
ur að segja manninum að fyrra bragði hvað maður hugsar
um hann, gera hann þar með að fjandmanni sínum og verða
»fyrri að flaumslitum«, eða þá að sýna honum vingjarnlegt
viðmót, sem þá verður jafnósatt og hans. En hann hefur
þá ekki yfir neinu að kvarta, því að »glík skulu gjöld
gjöfum«.
Þannig eru Hávamál hér sem endrarnær sjálfum sér
samkvæm. Þar er engin hálfvelgja. Rétt hugsun ræður. —
Lífsskoðun og siðkenning Hávamála er að dómi þeirra,
sem bezt þekkja, af norrænum og germönskum toga spunnin
og ekki aðfengin. Því merkilegra má það virðast, að finna
má, að því er eg bezt fæ séð, nákvæmlega sömu kenning-
ar í siðfræði Aristotelesar, sem, eins og Hávamál, styður
siðkenningu sína eingöngu við eðli manna og reynslu, en
ekki við nein trúarbrögð. Þessi skyldleiki nær jafnt til kerf-
isins í heild sinni sem til einstakra atriða, og skal eg nú
reyna að sanna þetta með stuttu yfirliti yfir siðkenning
Aristotelesar og þýðingu á þeim stöðum, er hér koma
mest til greina.
Markmið lífsins er, að dómi Aristotelesar, sæla, því að
sælan er hið eina, sem menn sækjast eftir eingöngu sjálfs
þess vegna. En sæla manns er fólgin í starfi og sérstak-
lega því starfi, er greinir hann frá dýrunum, en það er starf
7*