Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 65
Skirnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
59
laus. Á báðum stöðum ritar hún nafn sitt h-laust, sem al-
gengt var: Ragneiður.
Vegna rúmleysis er ekki unnt að taka hér upp mál-
svar biskups í þessum efnum, eins og vel má gera, án þess
hallað sé á dóttur hans eða Daða. Réttast held ég honum
verði gert til í fæstum orðum með því að láta hann sjálf-
an segja hug sinn. Hann sendir nú með síra Árna Hall-
dórssyni svofellt bréf til Hruna 21. júlí:
•Salutem et officia.
Heiðarlegi kennimann, elskulegi vin, Sr Halldór Daðason, með
beztu farsældaróskum og alúðar þakklæti f[yrir] það góða, er mér
auðsýnt hafið, hvort ég gjarnan til góðrar þóknunar forþéna vil, eftir
umkomulitlu megni. Sé yður vitanlegt, að heiðarlegur kennimann
Sr Árni Halldórsson vikur nú héðan í góðu Ieyfi með sínum vilja
°g beggja okkar samþykki til að þjóna yður i yðar aldurdómi og
veikleika, sem tilbærilegt er, upp frá þ[víj þér þurfið aðstoðar manns
Á annað borð, bæði yðar eigin útréttinga og svo sóknanna vegna,
með þ[ví] mér sýnist og hentara að vík sé á milli vina, þar verða
annars í daglegri umgengni að vorir harmar megi óþolinmæðis-
0rð uppvekja; hver þó um sinnsakir megi liðast, þá kunni þó til að
bera að svíði eða sárni um síðir, þar svo náskyldir eiga í hlut.
Vilda ég þ[ví] ffyrir] slik tilefni stemmt hafa fyrri í bekknum en
únni, hvað ég bið yður mér til góðs og vorkunnar að virða. En ei
veit ég Sr Árna í neinu við mig eða mína sakaðan, heldur hefur
hann látið ámerkja sem honum hafi þótt þetta vort mótlæti illt og
ómaklegt, öngu síður en hver annar þeirra ættmanna. Þ[ví] ann ég
h[onu]m og óska alls góðs, viljandi h[an]n svo þar sem hér til hins
bezta promovera, í því sem ég k[an]n og má h[onu]m til þénustu
vera, með þ[vi] móti, að ég vona og treysti, að hann muni góðri
tryggð og hollustu við oss framhalda. Biðjandi yðar kærleika þetta
svo einfalt vel að virða. Etc.
Skálholti Anno 1662, 21. Julii.
Brynjólfur SS R eh.«.
Viku síðar, 28. júlí, fóru fram Kópavogseiðar, eins og
kunnugt er. Um sumarið fer biskup í yfirreið um nærsveit-
irnar — eina yfirreiðin, sem enginn kaupskapur gerist í.
En um haustið selur hann aftur allar jarðirnar, sem inn
voru runnar frá Daða. Hann vildi ekki halda þeim, hvorki
íyrir sig né sína erfingja.
Sira Árni Halldórsson hélt tryggð og vináttu við bisk-