Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 184
178
Cement.
[Skirnir
Njúrka er eins og blóm, sem er að blikna. Dasja ætti að
taka hana heim til sín og hjúkra henni, lífga hana við. En
kommúnistinn er sterkari en móðirin, og Njúrka litla deyr.
V.
Við því mætti búast um bók, sem rituð er af landa
Dostojefskijs, að hún kynni frá mörgum mönnum að segja.
Þessu er líka þannig varið. Að vísu ber nokkuð á því
hér, að byltingin hafi gert einn manninn öðrum likan.
Auk þess hefur höfundurinn, að sið bolsjevíka, mikla
ást á múgnum, nafnlausum mannfjöldanum, og það^
er vafalaust ekki tilgangur hans að syngja einstaklings-
hyggju og persónudýrkun lof. Allt um það endar bókin
á hetjudýrkun; Gléb, starfshetjan, er tignaður. En þess
ber að gæta, að Gléb má að vissu leyti kallast per-
sónugervingur múgsins. Það er eftirtektarvert, að hann,
sem sagan fylgir nær einvörðungu, hefur færri persónuein-
kenni en vænta mætti.
í sögunni koma þar að auki fyrir býsna margar sér-
kennilegar» persónur, en lesandinn mundi kjósa að fá að
vita meira um þær, hvernig þær eru inn við beinið. Flestir
sjást aðeins utan frá, eins og títt er í íslendingasögum.
Það er Tsjibis, forseti tsjekunnar (leynilögreglunnar),.
sem aldrei sefur á nóttunni og er eins og hann hafi net
fyrir andlitinu. Þó geta augun verið barnsleg, ef svo ber
undir, en þó slokknar aldrei neisti uppreistarandans, sem
líka er i augum hans. — Tsjibis er fullharðnaður, fær aldrei
efaköst. »Veiztu, að sá einhendi var afbragðs eintak af
manni . . . Hann var skotinn i kjallaranum. Ég talaði við
hann nóttum saman og hafði mikla nautn af. Borgarastéttin
hefur haft ágætt vit á að ala upp æskuna; við gætum lært
mikið, mjög mikið, af henni. Til að taka menninguna í okk-
ar hendur, verðum við líka að kunna með hana að fara
og það er ekki svo auðvelt, eins og þú veizt«. — Síðan
fer Tsjibis að tala um hina; það eru 24 menn. »Áreiðan-
lega skjótum við helminginn«. Tsjibis er ekki viðkvæmur
— en þó er hann þreyttur maður.