Skírnir - 01.01.1929, Blaðsíða 73
Skirnir] Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir. 67
ára ákvæðinu eítir brotið, þvi að meira en 1 ár og 1 mán-
uður getur ekki verið liðið frá barnsfæðing Guðbjargar. En
hitt er með öllu óhugsandi, að Brynjólfur Sveinsson hafi
prestvígt Daða fáeinum vikum eftir að hann var orðinn
sekur um legorðsbrot. Sennilegast er, að biskup hafi gefið
honum upp annað árið, og þá hefur liðið meira en hálft
annað ár milli barnsfæðingar Guðbjargar og Ragnheiðar.
Vér tókum eftir, hve lítið síra Jón Halldórsson gerir
úr Sveini staðarsmið og dóttur hans í sambandi við Daða.
Sveinn var kominn af góðu fólki í Hreppum, starf hans
taldist til biskupsþjónustu, biskup skiftir við hann fjármarki
og lætur þinglesa, og hefur hann jafnvel til vottfestu við
skjöl sín.
Hér er þá staðurinn til að benda á þá hlutdrægni, sem
yfirleitt er svo áberandi, hvenær sem síra Jón Halldórsson
minnist á Daða, ekki sízt af þvi, að þessi hlutdrægni hefur
ráðið hugmyndum manna um elskhuga Ragnheiðar. Skemmti-
legast er að leiðrétta hana með því að virða hana vorum
merka fræðiþul til vorkunnar.
Síra Jón Halldórsson var sonur einhvers mesta trún-
aðarvinar biskups, síra Halldórs Jónssonar í Reykholti, sem
oft tekur þátt í raunum hans. Undir handarjaðri annars
alúðarvinar biskups, Ólafs Jónssonar, föðurbróður sins,
skólameistara i Skálholti, er hann vaxinn upp. Ólafur Jóns-
son var jafnaldri Daða og skólabróðir og mestan hluta æfi
sinnar í Skálholti. Og því má nærri geta, að ungir skóla-
piltar, sem sáu biskup og dóttur hans hafa Daða í meiri
hávegum en þá sjálfa, hafi ekki litið þennan unga, friða
og gáfaða mann öfundarlausum augum, enda er ekki laust
við, að orðalag síra Jóns beri keim af því, þótt óviljandi
sé (»hvernig sem hann var þokkaður af samþjónum sínum
eður öðrum á stólnum, trúði biskup honum framar öðrum
til að kenna dóttur sinni«). Hugmyndir Jóns Halldórssonar
um þessa atburði eru mótaðar af öðrum frá blautu barns-
beini. Afstaða hans í raunamálum hins mikla, vinsæla kirkju-
höfðingja er fyrirfram ákveðin. Hann hefur sína afsökun.
Og dökkvasti bletturinn, sem hann hefur sett á nafn
5*