Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 10
4
Holger Wiehe:
[IÐUNN
þó að þessi lönd væru (yrðu) sjálfstæð ríki, hvert
öðrum alveg óháð, mætti vera hægt að efla andlegt
samband þessara náskyldu þjóða svo, að starfið fyrir
þessu sambandi væri sérstakt verkefni, sem ekki
mætti trufla með því að tengja það öðru máli.
En þessi skoðun liefir vitanlega ekki aftrað ýms-
um mönnum frá að hugsa einnig um ríkjasamband
eða bandalag Norðurlanda. Og hefir heimsstyrjöldin
mikla hér orðið til þess að opna augu margra, og
heíir heilmikið verið ritað um það mál í norrænum
blöðum; þó veit ég ekki svo sérlega mikið um skrif
þessi fram yfir það, sem hefir staðið i blöðum hér.
Fyrir stríðið voru horfurnar fyrir bandalag eða
samband ekki glæsilegar. Hagsmunir hinna einstöku
landa voru all-skiflir. Norðmenn höfðu helzt sína
hagsmuni á Bretlandi; en Svíar voru mjög svo
smeykir við Rússa og álitu Þjóðverja sina beztu stoð
gegn »austrænu« hættunni. Þó má taka fram, að
einmitt þessi hætta varð til þess að nálægja Norð-
menn Svíum — þegar fyrir stríðið. Enda var Norð-
mönnum eigi minni hætta búin úr þeirri átt en Sví-
um. — Danir aftur á móti áttu ekkert sökótt við
Rússa, margir áiitu þá vini Danmerkur; — hins vegar
óttuðust Danir Þjóðverja, og mörgum var kalt lil
þeirra, sakir framferðis þeirra á Suðuijótlandi, þó
allir reyndar forðuðusl að styggja þá. Aftur á móti
var mörgum hlýtt til Englendinga, sem keyptu smjör
Dana, flesk og egg, énda litu margir til þeirra sem
stoðar frelsisins í heiminum.
Svona skiftir voru hagsmunirnir, þegar stríðið hófst.
En einmitt það varð til þess að sameina Dani, Norð-
menn og Svía, þrátt fyrir hagsmunasundrunguna, sem
minkaði ekki á fyrstu áruin þess. En — úlfur er
svína sættir. Þessar þjóðir urðu að taka saman
höndum til þess að varðveita hlutleysi sitt og stand-
ast yfirgang þann, sem þrengir að þeim úr öllum