Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 134
128
Jónas Lie:
IIÐUNS
nokkrar aðrar stúlkur höfðu farið út á sund að fiska
með bróður hennar; liafði sú veiðiför endað á því,
að þau lóku þátt í dansinum á Stóra-Nesi, en þang-
að hafði unga fólkið farið í skemtiför.
Mágkona Súsamels hafði sem sé heyrt, að »fríði
Jakvist« hefði einnig verið þar þetta kvöld, og nú
krafðist hún þess beint af foreldrum Nóru, að þau
sendu hana aldrei niður í búðina til Wagels. A
þröskuldinum lauk hún ræðu sinni með þeim orðum,
að nóg væri nú skrafað um dans og guðleysi, og
hún skyldi þá sjá um að aðvara Súsamel, ef henni
þætti þess við þurfa.
En gárungarnir sögðu, að það væri að eins af
afbrýði yfir Jakvist, að hún léti svona.
Oft kom Nóra Árna auga á bát Súsamels, er hann
var enn langt úti á sundi, og þá stóð hún ævinlega
á bryggjunni, er hann lagði að. En ef mágkona lians
var í för með honum, tók hún ekki á móti honum,
og Súsamel hefir víst tekið eftir þessu. Að minsta
kosti kom Iíaisa upp á síðkastið aldrei með honum.
Sem einkavinur Súsamels naut ég þess heiðurs að
fá að sitja i skutnum á bát hans og fiska, hvenær
sem ég vildi; og öfunduðu strákarnir mig mjög af
því. Eitt sinn að áliðnum degi, þá er ég sat þannig,
kom Nóra Árna þangað niður eftir.
Þá er hún gekk eftir bryggjunni, sem Iá inn á
milli búðanna, leit hún alt í einu upp og brosti
glaðlega til einhvers uppi í einni búðinni; en hún
leit þegar á eftir í aðra átt og varð mjög alvarleg
á svip.
Ég vissi, að þetla hlaut að vera Jakvist, sem ég
hafði fyrir skömmu séð standa í efstu dyrunum á
vörugeymsluhúsi Wagels til þess að taka á móti
harðfiski, og mér virtist hann líka kasta til hennar