Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 22
16
Valdemar Erlendsson:
| IÐUNN
að segja ykkur það báðum full-greinilega, að ég giftist
honum aldrei, hverju sem fram vindur. Svo að það
er óþarft fyrir þig að fara að minnast á það núna«.
»Já, sko. Ég man ósköp vel eftir því. En ég segi
þér það satt, Elín, að ég skil hreint ekkert í þér,
skil ekki í þessum þráa. Sveinn er mesti myndar-
maður, stórefnaður og bráðduglegur til allra verka.
Og þótt hann sé ekkjumaður og liðlega fertugur, þá
skil ég ekki annað, en að hann standi mörgum, sem
yngri eru, fyllilega á sporði, bæði að fríðleik og gervi-
leik öllum. Ég tel hann á bezta aldri. Hann býr á
beztu jörðinni í hreppnum, líklega beztu jörðinni í
sýslunni, og svona alt eftir þessu. Eg skil þig ekki«.
»Nei, pabbi, ég veit þú skilur mig ekki. Annars
værir þú ekki, hvað eftir annað, að nauða á mér
með að giftast þessum Sveini, sem er baði ljótur og
aulalegur. Ég verð rétt að segja það, að ég skil ekk-
ert í þér, pabbi, að þú skulir endilega vilja neyða
mig til að giftast þessum manni, sem mér þykir ekki
minstu vitund vænt um«.
»Þú ert sú eina manneskja, sem ég hefi heyrl
segja, að hann Sveinn sé Ijótur. Um gáfurnar skal
ég ekkert segja. Ég held, að það sé nú ekki svo
mikið undir þeim komið. Hann kann að minsla
kosti að búa, og það er honum nóg, j'kkur báðuin
nóg, ef þú giftist honum«.
»Uss, það er nú ósköp lítið til reynt með búskap-
inn hans enn. Hann er nú ekki búinn að búa neina
rúm tvö ár. Annars læt ég mér ekkert koma það
við, hvort hann er duglegur bóndi eða ekki. Ég gift-
ist honum ekki, af þeirri einföldu áslæðu, að mér er
með öllu ómögulegt að elska hann«.
»Já, sko, þú setur þetta, sko, alt af fyrir þig,
þetta, að þú elskar hann ekki núna sem stendur.
En trú þú mér, sko. Maðurinn er vænn maður og
drenglundaður. Og ég er sannfærður um, að þegar