Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 164
158
Ritsjá.
[ ÍÐUNN
heldur, að fjðllin og útsýnið geri ísland svo minnisstætt,
en sér pó að i raun og veru er hér um margbrotið mál
að ræða.
Höf. gerir sér far um að rita skáldlega, eins og titillinn
bendir til, og vitnar oít, helzt til oft, í kvæði og skáldskap.
í*að er vandfarnara með skáldlega stýlinn en eintoldu frá-
sögnina, og fult vald hefir hann ekki yfir honum. Er skylt
að virða slíkt á betra veg hjá sjálfmentuðum manni, pví
hér er um erfiða list að ræða. G. H.
Útilega. Handbók útilegumanna. Eftir N. Sérprent úr
Mgbl., Rvk. 1918. Ólafur Björnsson gaf út.
Petta er handhægur leiðarvísir um sumarferðir, fjall-
göngur og útilegur. Gefur manni góðar bendingar um út-
búnað, umbúnað í tjaldstað, matvæli, meðöt og læknisráð,
meðferð áttavita, veðurathuganir o. 11., auk brýningar um,
að iðka slík sumarferðalög. Pörf hvatning og góð.
A. V. Tulinius: Heragabálkur skáta. Útg.: í. S. í.
Rvk. 1918.
Þarfur maður er Axel Tulinius æskunni, og Skátahreyf-
ingin fagur og góður félagsskapur. Petta kver ræðir um
agann, eitt af pvi, sem vér íslendingar kunnum sízt, en
ællum helzt að læra. Vel hefðu siðareglur Skáta mátt
fylgja, svo fallegar sem pær eru.
Þróttur, blað ipróttamanna, ágúst 1918.
í petta tölubl. ritar próf. Guðm. Fimibogason um iprótta-
menn, Secher uin áhrif ipróttanna á likamann, Bennó um
sund. Ólympiuförin 1912 o. 11. Retta blað ættu öll ung-
menni landsins að halda.
Önnur rit, send Iðunni, sem ef til vill verður getiö
eitthvað siðar:
Axel Thorsleinson: Börn dalanna. — Hagtíðindi 1918. —
Barnafræðsla 1914—15. — Alpingiskosningar 1916. — Bún-
aðarskýrslur 1916. — Starfskrá íslands 1917. — Landsbanki
íslands 1917.