Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 158
152
Ritsjá.
I jðunn
bæði úr sannleiksgildi og siðferðisgildi pessarar sögu, sem
annars er svo ljómandi f'alleg og áhrifamikil. Á. H. B.
Jón Trausti: Bessi gamli. Gamansaga úr Reykjavík.
Útg.: Porst. Gíslason, Rvk. 1918.
Petta er engin saga og sizt gamansaga. Upphaf hennar
meira að segja svo ófyndið og óskemtilegt, að ég tvíhætti
við að lesa hana, pangaö til skyldan rak mig til pess.
Petta er ádeila frá upphafi til enda, og meira að segja
á pörtum alveg misskilin og pví mishepnuð ádeila, að svo
miklu leyti sem hún veitist að jafnaðarmenskunni. Að láta
jafn-margreyndan og mentaðan mann eins og Bessi gamli
á pó að vera hafa jafn-vitlausar hugmyndir um »sócía-
lismann« eins og hann er látinn hafa, er pví sem næst
ófyrirgefanlegt; en pað er líklegast pelta vitlausa orð »jafn-
aðarmcnska« og svo hirðuleysi höf. um að kynna sér ekki
að minsta kosti meginpættina úr sögu og kenningum sócía-
lismans, sem á sök á pessu. Samt er Bessi gamli svo sér-
kennileg persóna, að liann dregur smámsaman athygl*
manns að sér, og höf. fer svo fram, eftir pvi sem liður á
frásögnina, að hún tekur mann æ fastari og fastari tökum;
fer svo á endanum, að maður verður honum prátt fyrir
alt og alt að mestu sammála, néma í pvi einu, að gera
annað eins andlegt núll eins og ritstj. »Alpýðublaðsins«
virðist vera að hálfgildings tengdasyni Bessa og styrkpega
í peirri von, að hann geti nokkuru sinni orðið nokkurs
nýtur til andlegrar foryslu.
Pessi Alpýðublaðs-ritstjóri virðist raunar vera meinlaust
og gagnslaust grey. En pó maður fylgi honum með athygli
alla bókina á enda, sér maður ekki eða heyrir neitt til
hans annað en pað, sem hæfir slökum miðlungsmanni.
Hann langar í matinn, eins og fleiri, og helzta aðdáunar-
efni hans er danskt gufuskip! Ekkert sem hann heíir
séð né heyrt getur jafnast á við pað, Iivorki skáldskapur,
listaverk né tónsnild! Og af hverju? — ^Pað kemur af
pví, að á skipunum er engu ofaukið«(!!). Og pó eiga pau
að vera eins og »fögur og flókin vitleysa« (bls. 46—47). Og
pau eiga að hafa til að bera léttleika, göfugleika, snild og
— yndispokka! (bls. 48—49). Ekki einusinni reykháfurinn