Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 12
6
Holger Wiehe:
[ IÐUNN
ísland og íslendinga með sem sérstakan aðila; það
var svo fjarri því, að þær hugsuðu um ísland sem ríki,
að þær gleymdu alveg eða skildu ekki, að íslendingar
voru þó fjórða norræna þjóðin, hvernig sem menn
kynnu nú að líta á stjórnarfarslega stöðu landsins.
Að því er til hnattstöðu landsins kemur, þá hefir
það á þessari öld nálgast hin Norðurlöndin að mikl-
um mun fyrir betri skipagöngur og símann, og
ætla sumir, að eftir ófriðinn muni flugvélar og loft-
skip takast á hendur inikið af millilandaferðunum;
og hver veit nema verzlunarkafbátar komi hingað
til lands. -
Deilan milli íslendinga og Dana er reyndar ekki
útkljáð, þó að íslendingar hafi náð aftur mörgum
réttindum, og þó að enginn, sem er ekki al-blindaður
eða vill ekki sjá sannleikann, geti neitað þvi, að ís-
land sé þegar sérstakt ríki. Kg hefi heyrt suma
skilnaðarmenn halda, að skilnaður íslands og Dan-
merkur væri einmitt bezta ráðið til þess að koma á
stofn nýju og hetra sambandi við öll Norðurlönd,
og hafa þeir til samanburðar bent á skilnað Noregs
og Svíþjóðar. En þó nokkuð líkt sé ástalt um ísland
og Noreg, er munurinn þó all-mikill. Noregur er
miklu nær Svíþjóð og Danmörku en ísland Norður-
löndum; og þó að fjarlægð íslands frá Norðurlönd-
um sé nú ekki eins mikil og áður, svo sem ég áður
tók fram, er nálægð þess við Bretland og Vesturheiin
meiri. Ég hugsa reyndar ekki, að Bretar né Ameríku-
menn myndu kasta eign sinni á ísland. En ég er
hræddur við áhrifin frá þessum löndum. Litlum
þjóðum er alt af mikil hætta búin af svo volduguin
og auðugum grönnum. Og ísland er all-stórt land,
en fáment, lítt numið og með all-mörgum auðsupp-
sprettum, sem hingað til hefir verið hugsað lítið uin.
Það væri ekki gaman, ef þessar þjóðir, sem ég nú
nefndi, færu að »hjálpa« íslendingum. Eg tala nú