Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 125
IÖUNN’ j
Súsamel.
119
hann fastan! ... Þeir bera Rússana á trjám til skips
— þeir voru drepnir ... þrír Rússar og einn Ham-
borgari! —
Og svo tóku þær að snökta i hálfum hljóðum og
vöfðu svunlunum urn vitin á sér, svo að þær yrðu
siður til að hræða mig, sem þær áttu að vaka yfir
til skiftis.
Nokkrum dögum síðar átti að hafa farið fram yfir-
heyrsla, og þá sögðu menn, að Súsamel hefði blátt
áfram haft endaskifti á syni bæjarfógetans.
En það vissi ég nú að var tilhæfulaust þvaður,
því að bæjarfógetasonurinn var — sjálfur ég; en satt
var það, að Súsamel hafði verið sektaður. —
Súsamel bjó inni í Balsíirði, og hafði hann haft
nieð sér lýsistunnu í bátnum. Nú lagði hann hana,
þótt þung væri, á sitt breiða bak og bar hana um
þveran bæinn upp í sölubúðina hans Meyers kaup-
manns til þess að fá út á hana krónurnar handa
yfirvöldunum. En Meyer gamli, sem var józkur að
ætt, hafði sagt, að hann hefði »barist hraustlega og
i sannleika föðurlandinu til sæmdar« — og hafði
goldið fyrir hann sektina.
Í*ví miður fékk ég ekki að sjá Súsamel í það
sinnið. En hin sönnu atriði sögunnar frétti ég ná-
kvæmar en nokkur annar, því að sonur Kiels brenni-
vínsmangara, sem var vinur minn og bekkjarfélagi í
únglingaskólanum, sagði mér þau. Hann hafði horft
a allan tímann, meðan á bardaganum stóð, ýmist
Jnni í eða fyrir utan búð föður síns.
Búðin og svæðið fyrir utan hana hafði verið al-
skipað Rússum. Auk þess höfðu þar verið nokkrir
Pjóðverjar af skipi, sem hét Blankenese, eða var
Þaðan, ásamt nokkrum Norðmönnum. í fyrstu féll
nú vel á með þeim. En þá hafði bróðir Nóru Árna
komið dansandi og fléttað með fótunum. Hann var