Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 34
28
Valdemar Erlendsson:
1IÐUNN
nú íleiri, ef við tímdum þvi. Símon hefir líka von
nm, að sér batni tæringin«.
»Batni. Sko, hvað ætli honum batni. Nei, þegi þú,
Páll. Símon er og verður alla daga helvítis ræfill«,
sagði Guðmundur og hottaði á Svip, svo hann tók
sprettinn. Páll fylgdist nú nær því með, því Gráni
gat hlaupið dálítið, ef hann kærði sig. Guðmundur
var samt spottakorn á undan, en ekki lengra en svo,
að þeir gátu kallast á.
»Hann er alls enginn ræfill«.
»Hann er sífull tæring«.
»Hann er góðmenni og drekkur sig sjaldan eins
fullan og þú gerir, þegar þú fær það gefins«, kallaði
Páll á eftir Guðmundi; en hann hefir víst ekki heyrt
það, því nú dró óðum sundur með þeim. Pannig
riðu þeir stundar-korn, þangað til Guðmundur stöðv-
aði Svip og beið eftir Páli og sagði, þegar þeir
nálguðust:
»Heyrðu, Palli. Við skulum ekki vera að þrátta
um hann Símon. Segðu mér heldur, hvað hún Elín
mín er að gera niður eftir til þín núna víst eina
þrjá sunnudaga í röð«.
Páll varð dálítið kindarlegur við þessa spurningu
og sagði: »Ja, blessaður vertu; það veit ég ekki. Eg
held helzt, að hún komi bara til að stytta sér stundir
og rabba við hana Veigu mína. Pær hafa alt af verið
mestu vinkonur, telpurnar. Eg man heldur ekki til,
að hún hafi komið núna nýlega«.
»Segir þú nú þetta satt, Páll?«
»Nú; ertu vanur því af mér, að ég ljúgi að þér?«
»0-nei, sko. Ekki ertu nú vanur því. — Kemur
Símon nokkurn tíma til þín?«
»Símon. Já — ég held hann hafi komið eitthvað
svona þrisvar—fjórum sinnum, síðan hann kom að
sunnan í vor, fráleitt oftar«.
»Kom hann ekki fyrra sunnudag?«