Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 155
lt>UNN 1
Ritsjá.
149
úðarþeli, jafnvel með þeim, sem taldir eru verstir og lítil-
niótlegastir. Og þó er liún ekki, í'remur en aðrar bækur
Þessa höf. á síðari árum, laus við sértrúarkreddur og
óábiljur.
Meginiiugsunin, sem ber alla söguna uppi, er sambýlið,
ekki einungis manna í milli í sama húsinu, heldur og milli
alh'a manna á þessari jörð og við önnur svið tilverunnar,
sem vitsmunaverur byggja. Alt velti á þvi, að þetta sam-
býli sé gott en ekki ilt! Kr hugsun þessi í sjálfu sér bæði
góð og lofsamleg.
Fjórar aðalpersónur eru í sögunni: Gunnsteinn læknir,
eðalmennið, sem á að vera, Jósafat, fjárklóin og braskar-
inn, frú Finndal, engillinn í mannsmynd, og Grima gamla
Þvottakona, sem leynir bæði hjartagæzku og hetjusál undir
hinum ytri skráp sínum. Auk þess Siggi litli, sem á að
vera skygn og fær dulsýnir, og svo »lilli bróðircf, sem er
frá öðrum heimi, hreinasti deus ex machina!
Fundum þeirra Gunnsteins og Jósafats — »líklegast ó-
likustu mannanna á öllu landinu« — ber fyrst saman í
Skerjavík, andlausri kaupstaðarholu einhversstaðar á land-
inu. Ætlun höf. er, að þeir verði meðbiðlar að sömu kon-
unni og í sambýli við hana, þótt ójafnt standi þeir að vigi,
því að Gunnsteini verður það nú á, sakir gestrisni sinnar,
að vitja ekki dauðvona barns hennar fyr en um seinan;
en Jósafat er aldavinur manns hennar, sem á skamt eftir
ólifað.
t’etta er inngangurinn. En svo hefst sagan á þvi, að frú
Finndal, hin unga, ástúölega, ríka ekkja kemur til Reykja-
vikur frá Khöfn og sezt að i húsi Jósafats, þar seni Gunn-
steinn er þegar seztur að á 2. lofti; en í för með henni er
Siggi litli sonur hennar — með sýnirnar — og »forsjónin«
• sögunni, lilli bróðir, barnið sem dó, en nú á að leiða
saman hugi þeirra Gunnsteins og frúarinnar, þótt hann
raunar sé nú kominn upp á — »astra]planið«.
Og það er jal'n-gott að segja það strax: Þetla er að minu
viti aðal-gallinn á sögunni og þó allsendis óþarfur. Höf.
hnst víst, að hann geti ekki haldið hugsun sinni um hið
andlega sambýli þessa heims og annars fastri nema með
Þessu móti. En, eins og sagan sj'nir, eru þau frú Finndal