Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 72
66
Guöm. G. Bárðarson:
1IÐUNN
niðurstöðu, að þær væru frá Miocen-tímanum. Vel
getur verið, að myndanir þessar séu ekki allar frá
nákvæmlega sama tíma, t. d. bæði austan- og vestan-
lands, því á fæstum stöðum hafa fundist ákvarðan-
legar jurtaleifar með brandinnm, er skorið geti úr
þessu. Sumstaðar eru surlarbrandsmyndanirnar all-
hátt í fjölluiu og undir þeim um 600 m. þykkar blá-
grýtis-myndanir niður að sjávarmáli, sem myndast
hafa áður en brandurinn varð til. Engar lifrænar
leifar hafa fundist í þessari basalt-undirstöðu til
ákvörðunar á aldri hennar, og eigi vitum vér, hvaða
jarðmyndanir taka við undir henni hér á landi.
Hin forna blágrýtismyndun íslands er í samhengi
við viðáttumikla basaltbreiðu, er nær alla leið til
Grænlands og suður á bóginn til Færeyja og Bret-
lands; heíir öll þessi blágrýtisbreiða myndast hér um
bil samtímis; munurinn að eins sá, að basaltgosin
voru hætt í þessum löndum áður en jökultíminn
byrjaði, en hér hafa þau haldið áfram fram á
vora daga.
Á Grænlandi er undirstaða blágrýtisins lög frá
Júratímabilinu, einnig granit og gnejs; í Bretlandi
júrakalk og lög frá Krítartímabilinu, yngsta timabili
miðaldarinnar. Á Grænlandi hafa fundist sædýra-
leifar, er orðið hafa til eftir að blágrýtisgosin byrj-
uðu þar í landi; eru þær dýraleifar frá fyrsta hluta
Tertier-timabilsins, Eocentímanum. í hinum brezku
blágrýtislögum hafa fundist jurtaleifar frá Oligocen-
tímanum, en ýmsir telja hinar elztu af þessum jurta-
leifumVtil jarðlaga Eocentímans. — Samkvæmt þessu
verður upphaf^blágrýtisbreiðunnar miklu, sem ísland
er vaxið upp af, eigi rakið lengra en til upphafs
Tertiertímabilsins. Hin neðstu blágrýtislög liér á landi,
sem ofansjávar liggja, hafa því eftir þessu eigi átt að
myndast' fyr en þetta (á Eocen) og eigi síðar en á
Miocentímanum.