Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 27
IÐUNN]
GóÖ kaup.
21
tið minni. Þú skilur mig ekki, hefir aldrei skilið
mig. Það eru fáir, sem taka tillit til tilfinninga minna,
síðan mamma dó. Ég er þér ekkert reið fyrir það,
að þú vilt verzla með mig. En ég er frjáls mann-
eskja og læt ekki selja mig, hvorki þig né aðra«.
»Það er enginn að tala um að selja þig, stelpa!
Það eru ekki nema höfuðórar úr sjálfri þér«, sagði
Guðmundur reiðilega.
Elín þagði, en Guðmundur hélt áfram:
»Ég veit ósköp vel, af hverju þessi helvítis þrjózka
er í þér. Sko; þér þykir vænt um þennan kandídats-
drullusokk, berklaveikan og sífullan. Sko; það þætti
þér ágætt, ef þú fengir að giftast honum, ræílinum,
sem aldrei verður að manni, landeyðunni, sem ekk-
ert á og ekkert getur. Nei; ég skal einhvern tíma
við tækifæri kenna honum að hætta að draga sig
eftir þér«.
»Þetta er ósatt. Við Símon erum ekkert að draga
okkur saman, þó ég tali stundum við hann, af því
hann er skynsamur maður og skemtilegur. Við er-
um að eins góðir kunningjar, ekkert frekara«.
»Já, sko; taktu nú upp á því að Ijúga í tilbót. Þú
þarft ekkert að segja mér um þetta. Ég veit ósköp
vel, að þið hafið leynifundi með ykkur niðri í Holti
svo oft sem þið getið. Sko; þetta veit ég, þó ég hafi
ekki séð ykkur saman. Þér þýðir, sko, ekkert að
bera á rnóti þessu. En ég skal, svei mér, hafa ein-
hver ráð að stia ykkur í sundur. Sko; þú segist
aldrei giftast Sveini, og ég ætla að talca það að mér
að sjá um, að þú giftist ekki Símoni. Það ætla ég
íuér, sko, að gera. Það er bezt, að hart mæti
hörðu«.
»Hver hefir sagt þér þetta, maður? Þetta eru hel-
ber ósannindi. Við Símon höfum engin mót í Holti.
Én satt er það, að heldur vildi ég giflast honum,
Þó hann sé fátækur, en honum Sveini með öllum