Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 80
74
Guðm. G. Bárðarson:
l IÐUNN
tók óðum að hlýna, og nokkru eftir að jöklarnir
voru horfnir úr núverandi bygðum, var loftslagið að
líkindum orðið alt eins hlýtt og nú, ef ekki lítið eitt
hlýrra. Eyddust þá jöklarnir hröðum skrefum, en
birki og víðir breiddist yfir láglendin. — Síðar kóln-
aði aftur um skeið; mun þá runngróðurinn hafa
hopað burt úr ýmsum úlkjálkahéruðum, þar sem
hann var búinn að ná fótfestu.
Nokkrum árþúsundum á undan landnámstíð hlýn-
aði aftur að mun. t*á varð meðalhiti heitasta sumar-
mánaðarins alt að 2 stigum hærri en nú1). Þá náðu
skógarnir mestum blóma og urðu víðlendastir hér á
landi. Þá lifðu og ýms skeldýr i fjörðum norðan-
lands, sem nú þrífast ekki norðar en við vesturströnd
landsins. Eftir þetta kólnaði aftur og loftslagið komst
í sama horf og nú. Við það hrörnuðu skógarnir og
ýmsar dýra- og jurtategundir hopuðu suður á bóg-
inn. Merki þessara breytinga eftir lok jökultímans
má sjá á dýraleifum ýwissa sæmyndana við Húnaílóa
og af skógarleifum í ýmsum útkjálkahéruðum. í
Strandasýslu t. d. eru að jafnaði tvö kvista- eða
lurkalög í mómýrum, annað ofarlega, en hitt neðst í
mónum, en kvistlaust lag all-þykt á milli. Bendir
það til þess, að skógargróðurinn hafi tvisvar náð fót-
festu þar á þessum tíma, en hopað burt þess á milli.
Tvisvar hefir særinn gengið á land á þessum tíma.
Við endalok jökultímans var særinn í hækkun, eins
og áður er getið, og náði að lokum minst 80 m.
hærra en nú. Minjar þessa ílóðs sjást umhverfis alt
land, bæði sjávarleir, marbakkar, malarkambar,
skeljalög o. fl. All-Iöngu á undan landnámstíð liækk-
aði sjórinn í annað sinn; náði þá yfirborð hans um
5 m. hærra en nú. Minjar þessa flóðs sjást greini-
lega umhverfis Húnaflóa og ísafjarðardjúp. Á milli
1) Hlýviörisskeiö þetta lieíir vcriö neínt ))Purpura«-skeiöiö eftir kuí-
ungstegund (Purpura lapillus), er einkennir jnrömvndun þessa skeiðs.