Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 115
IÐUNN]
Nýtt skólafyrirkomulag.
109
andinn venst því, að fást við eitt viðfangsefni í senn,
i stað þess að hvaríla hugsunarlítið úr einu í annað.
Honum verður brátt ljóst, að námsgreinin, sem hann
les dag eftir dag er ein samanhangandi heild, en
ekki samsett af sundurlausum pörtum. Hann finnur
smám saman hinn rauða þráð, sem gengur í gegn
um heildina. Hann fær þá áhuga á námsgreininni og
vill ekki hætta við hálfnað verk; hann vill kynnast
áframhaldinu eins og sá, sem er að lesa »spennandi«
skáldsögu, vill vita hvernig sagan fer. Við það að
(læra) lesa námsgreinina áfram í sífellu, sparast og
mikill tími, því inargt verður þá Iljótt ljóst og skilj-
anlegt, sem annars (ef hann hefði lesið alt í smá-
pörtum) hefði staðið fyrir honum sem ráðgáta. Auk
þess hugsa ég, að það sé sálarfræðislega sannanlegt,
að því meir sem einhver nemandi sekkur sér niður
i eitthvert ákveðið viðfangsefni, því meiri þekkingu
sem hann hleður í kringum það, því betur muni
hann það, sem hann er að fást við. Eg hræðist því
ekki svo mjög tímann, sem líður milli fyrstu og síð-
ustu námsgreinarinnar. Sá sem einu sinni hefir náð
þeim rauða þræði, er liggur um völundarhús ein-
hverrar einnar námsgreinar, hann gleymir ekki leið-
inni gegn um það, eða því sem hann sá og heyrði
á þeirri leið, þó langt um líði. í sambandi við þetta
§et ég ekki stilt mig um að lilfæra hér það, sem
uierkur lögfræðingur sagði við mig einhverju sinni,
er við vorum að tala saman um skóla og kenslumál,
þó
mér reyndar í tyrstu lægi við að firtast við hann
fyrir hönd stétlarbræðra minna. Honum fórust svo
°rð: »Ég las utanskóla tvö síðustu skólaárin, og þá
fyrst fór mér að fara reglulega fram i námsgreinun-
Um> þegar ég hafði ekki lengur alla kennarana til að
rugla mig. Eg las hverja námsgrein út af fyrir sig
°g hætti ekki, fyr en ég hafði lokið við hana. Eg
slepli engu úr, en það hafði ég þráfaldlega gert áður