Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 40
34
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
»Hana, jæja, sko. Þú ert, sko, all af svo þrályndur
og ertinn. Við skulum þá hafa þetta svona. Þú
kemur þá upp eftir á morgun og segir mér alt í
áheyrn Elínar, og færð svo Sörla fyrir 150 krónur,
og borgar undir eins«.
»Já, þessu lofa ég. Og þú stendur við það, sem
þú heíir lofað«.
»Já, Guðmundur í Tungu heldur orð sín«.
Svo tókust þeir í hendur um þetta loforð og kyst-
ust. Síðan reið hver heim til sin.
Morguninn eftir var Guðmundur snemma á fótum.
Hann mundi vel eftir því, sem þeim Páli hafði farið
á milli um kvöldið. Hann var í hálf-slæmu skapi,
þegar hann kom inn í eldhúsið til Elínar og heimt-
aði af henni morgunkaffið. Henni brá við, þegar
hann kom inn, og sagði:
»Nei, ertu kominn á fætur, pabbi? Ég hélt þú
mundir sofa lengur, af því þú komst svo seint heim
í gærkveldi. Kafíið er bráðum til«.
»Ég vil fá það undir eins. Ég kom ekkert seint
heim, klukkan var tæplega 12. Hana, farðu nú út í
skemmu og sæktu hnakktöskuna mína. Eg á þar dá-
lítinn leka, sem ég þarf að liressa mig á. Mér er„
sko, hálf-ilt í hausnum«.
Elín fór út og kom að vörmu spori aftur með
töskuna. Guðmundur tók við henni og opnaði hana
og fékk sér góðan teig af whisky. Svo kom Elí»
með kaffið. Guðmundur helti whisky-slalta út i
bollann og fékk henni svo flöskuna og sagði henni
að læsa hana niður ásamt annari, sem var eftir i
töskunni.
Hann þagði, á meðan hann var að drekka kaffið.
Þegar hann var búinn að því, hýrnaði nokkuð yhr
honum. Hann sagði vinalega við Elínu:
»Heyrðu, Ella mín. Helir þú liugsað nokkuð um