Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 55
IÐUNX ]
Góð kaup.
49
Allir þögðu. Páll fór að telja peningana úr umslaginu
og raða þeim á borðið. Einar og Elin héldust í
hendur. Eftir langa bið sagði Guðmundur:
»Skilmálalaust fær þú ekki Elínu, Einar«.
»Nú, liverjir eru skilmálarnir?« spurði Einar.
»Það er bezt, að Elín fái strák-skrattann með því
móti að ekkert verði úr Sörla-kaupunum, og þú,
Einar, lofir mér þvi að girða ekki Nesið, á meðan
ég bý í Tungu, og að fé mitt megi ganga þar um
kvíatímann eins og undanfarið, en endurgjaldslausl«.
»Já, þessu lofa ég«, sagði Einar.
»Nú, sko. í*að er meira. Elin fær ekki einn ejrri
af eigum mínum. Gengur þú að þessu?«
»Já«, sögðu þau bæði samstundis Einar og Elín;
en Páll þagði og fór að tína saman peningana á
borðinu. Elín gekk til föður sins og lagði hendur
um háls honum og vildi kjrssa hann, en liann vildi
ekki, sneri sér undan og sagði:
»Sko; kystu mannsefnið þitt, en ekki mig«.
Hún lét ekki segja sér það tvisvar, en lét fallast í
faðm Einari.
»Þú gefur manni líklega í slaupinu, Gvendur, fyrsl
þú hefir gert svona góð kaup, og til staðfestu skil-
málunum, hí, hí, hi!« sagði Páll og seildist eftir
'whisky-flöskunni.
»Þess þarf ekki«, sagði Guðmundur og lók flösk-
^na, leit hryggum augum til Elínar og Einars og fór
ht úr stofunni.
»Og bölvaður nirfillinn!« sagði Páll, hristi höfuðið
°g fór út á eftir honum.
1915.
Iðunn IV.
4