Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 83
IÐUNN]
Mj'ndun íslands og ævi.
77
vér við og skelfumst, þegar vér flnnum landið titra
og sjáum jörðina rifna og hinn ægilega eld undir-
djúpanna þeyta glóandi jarðefnum út yfir bygðirnar;
oss skilst, að þar séu ægileg öíl að gera vart við sig,
sem mikla ógæfu geti leitt yfir land og lýð. — En
einmitt í þessum geigvænlegu atburðum birtist sá
hinn sami skapandi máttur, sein mjmdað hefir ætt-
jörð vora og stýrt henni frá glötun gegnum ólgusjó
breytinganna á umliðnum öldum.
Eftir landnámstíð kernur nýtt ail til sögunnar hér
á landi; það er afi það, sem birtist í athöfnum lands-
manna gagnvart landinu; í því er fólginn geisimikill
máttur til umsköpunar og breytinga á útliti og ásig-
komulagi landsins, — ýmist til ills eða góðs, alt eftir
þvi hvernig því er beitt.
Þegar forfeður vorir lóku sér hér bólfestu fyrir
rúmum 1000 árum, var »landið fagurt og frítt«, eins
og skáldið kveður að orði. Nátlúruöflin höfðu jafnað
og mulið hraunin og lagt undirstöðuna að myndun
jarðvegsins. Plönturnar voru fyrir löngu komnar
hingað og höfðu klætt auðnirnar, eftir því sem auðið
var. Skógargróðurinn hafði breitt lim sitt yfir all-
mikinn hluta láglendis og dala, svo Iandnemarnir
gátu »reist sér bygðir og bú í blómguðu dalanna
skauti«. Hver á að kalla var full af fiski. Hvalveiðar
og hvalrekar árviss hlunnindi. Fiskitorfurnar gengu
að jal'naði inn á fiesta smáfirði. Og eggver var í
flestum ej'jum og hólmum með ströndum fram.
Hvernig hafa svo landsmenn farið með landið þessi.
1000 ár, og hvernig hefir þeim tekist að varðveita
•andkostina? í mörgum greinum, ef ekki llestum,
bafa forfeður vorir, og líka vér, sem nú lifum, hagað
°ss eins og víkingar gagnvartJlandinu; vér höfum
köggið strandhögg, en ekki goldið landinu að fullu
l^að, sem vér höfum frá því tekið. Vér höfum í ýms-