Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 138
132
Jónas Lie:
[ IÐUNN
lá í hálfrökkri niðri í vatninu, en alt umhverfis oss,
fjöll og'skógar, virtust lyftast hátt í loft upp í dreyr-
roða miðnætursólarinnar. Loks gat þó svefninn sigrað
mig — og ég sofnaði undir treyju Súsamels á nokkr-
um hrísböggum, sem lágu í bátnum.
Eg segi frá öllu þessu til þess að sýna að nokkru
áhrif þau og hugsanir, sem hin gleðiríka sambúð og
ástúðlega heimilislíf þessara hjóna vöktu lijá mér.
Eitt sinn bar þó skugga á.
Daginn eftir, er Súsamel var farinn á fund kaup-
mannsins þar í grendinni í einhverjum erindagerð-
um, kom mágkona hans gangandi.
Hún var lengi að tala við Nóru Árna inni í stof-
unni; en á meðan hélt ég mig lijá heslinum, er
Súsamel hafði mér lil gamans tjóðrað uppsöðlaðan
á grasbalanum fyrir neðan bæinn.
Hún var illileg á svipinn, hún Kaisa, þessi háa,
fríða kona, þegar hún kom út aftur, og mér virtist
bros hennar fult af fláttskap. Það var ekki laust við,
að ýmsar ónotalegar hugsanir styngju mig, er hún
fór fram hjá og kvaddi.
Þegar ég kom inn, lá kona Súsamels á grúfu uppi
í rúmi og nötraði af gráti og ekka. En hún bað mig>
í guðanna bænum, að segja ekki Súsamel frá því.
... Kaisa hafði verið að reyna að ógna henni til
þess að fá Súsamel til að láta af hendi ásamt stjúp-
bróður sinum við Jakvist í Tromsö hluta af strönd-
inni til grútarbræðslu. Afsalsbréfið skyldi undirskrifað
á þinginu daginn eftir.
Nóra var í öngum sínum út af þessu og stundi
upp um leið og hún fór að gráta aftur:
— Þetta verður enn verra en í Tromsö.
— Já, en þessi mágkona þín getur þó ekki neytt
þig til neins, Nóra!
— Hún ber þá þvaður um Jakvist til Súsamels .. •
og hann trúir henni ... og þá! —