Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 30
24
Valdemar Erlendsson:
[ IÐUNN
— Gve - - e - endur! Ertu vitlaus? Ællarðu að
drepa klárana? Bíddu! — Bí-híddu!« — En sá, sem
ekkert heyrði, var Guðmundur. Þegar Páll var orð-'
inn hás, hætti hann að hrópa; og þegar Grána þótti
nóg komið, hætti hann að hlaupa og sinti því ekki
neitt, þótt Páll berði hann. Nú vildi hann ráða ferð-
inni og rölti að eins fót fyrir fót og lagði kollhúfur,.
þegar Páll var að lemja hann. Og við það varð Pálf
að sætta sig. Hann reið þannig stundarkorn fót fyrir
fót, steinþegjandi og í slæmu skapi, og lét höfuðið
slúta niður á bringu. Þeir komu nú þar að, er lækur
all-stór rann undir veginn, og var á brú góð; þar
vildi klárinn snúa út af veginum. »Nei, karl minn;
nú skal ég ráða«, sagði Páll í vonzku og vildi beita
Grána á brúna. En Gráni vildi líka ráða og hring-
snerist í hvert skifti, sem Páll tók í taumana, og snart
ekki brúna fæti. Þessu fór fram um stund. »Hel-
vitis þrjóturinn! Ég skal kenna þér að láta undan«,
sagði Páll í reiði sinni og stökk af baki og hugðist
að teyma klárinn á brúna. En ekki mýktist skap
liestsins við þetta. Hann sparn við framfótum, svo
að Páll gat ekki þokað honum hársbreidd áfram,
en nokkur skref jagaðist Gráni aftur á bak í stimp-
ingunum. »Skárri er það þráinn«, sagði Páll og rak
hnefann á nasir klárnum. Gráni kiptist til við höggið,
svo að Páli urðu lausir taumarnir. Hann fór þá að
strjúka klárnum og klóra honum og gæla við hann.
En ekki skipaðist Gráni við það. Lagði þá Páll
taumana upp á makkann og gekk aftur með hest-
inum og sparkaði all-óþyrmilega í lend honum. Nú
vildi Gráni leggja á brúna. Hann tók undir sig stökk
og hljóp eins og hann gat og Páll bölvandi og blás-
andi á eftir. t*annig hlupu þeir um stund. En er
Páll tók að mæðast, hætti hann að hlaupa og rölti í
hægðum sínum eftir veginum. Vinið var nú runnið
af honum að mestu, svo að hann var ekki lengur