Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 129
iðunn]
Súsamel.
123
— Þorir þú það? — spurði hann og brosli.
lig hljóp í einu stökki yfir á þóftuna til hans.
— Já, vist þori ég það.
Upp frá því vorum við eins og aldavinir.
Nóra Árna var, þegar ég man bezt eftir henni, liá
og grönn íimtán—sextán ára stúlka í bláröndóttum,
upplituðum kjól, sem var illa krókaður saman á
bakinu; var hún oft á hlaupum meðal smásveinanna,
sem voru að veiða grunnung við bryggjuna.
Það voru bágar ástæður heima fyrir, — báðir for-
eldrarnir drukku.
Mér er sem ég sjái hana enn standa og lúta yfir
handriðið og bjarta hárið liðaðist í vindinum, er hún
horfði hugfangin á síldartorfurnar, er sveimuðu um
grænan fjarðarbotninn með mórauðum þangflekkjum,
og á smásveinana, er voru að veiða.
Torfurnar voru stundum svo þéttar, að hörfærið
með önglinum á endanum lá góða stund kyrt á bak-
inu á þeim, áður en það sökk. Ef þyrsklingur kom
þá syndandi í hægðum sínum, svo að hann tifaði
rétt sporðinuin, inn að slígrænum sjóbúðarstólpun-
um, liljóp okkur kapp í kinn; en þá var hún vís til
að verða fyrst til þess að klifra út á kampinn og
Veiða hann.
Stundum ásóttu búðarsveinarnir hana svo, að hún
'’arð að flýja.
Menn kölluðu liana piltagælu, en það var víst lítt
verðskuldað; — það var bara svo óskemtilegt fyrir
hana að vera heima, en svo glatt á hjalla niðri á
^ryggjunni. Og svo var luín svo góð og laus við alla
tortrygni, að hún lét sér hitt og annað í heldur léttu
rúmi liggja, sem aðrir tóku ef til vill alt of óstint
upp. —
Hvað sem nú þessu leið, þá hafði hún, — það var
arið fyrir Rússahardagann — sumarnótt eina, er
osamlyndi foreldranna keyrði úr hófi fram, farið út