Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Side 85
iðunn] Myndun íslands og ævi. 79
útlit landsins og gera það bæði fegurra og betra en
nú er, ef vel er á haldið. Auk þess á landið í fórum
sínum ýmsar auðsuppsprettur1), sem enn hafa ekki
verið notaðar, sem á engan hátt þarf að rýra kosti
landsins, að notaðar séu. Komast menn vonandi á
lagið raeð að hagnýta sér þær og finna má ske að-
ferðir til að hagnýta ýms þau nytjaefni, er í landinu
finnast.
En fyrsta skilyrðið til þess, að vér getum varðveitt
landkostina og lært að nota þá, eins og vera ber, er
það, að vér rannsökum landið ítarlega, bæði
efni þess, eðli og ásigkomulag; þá fyrst er þess
að vænta, að vér komumst á lagið með að nota
gæði þess til hlítar og á réttan hátt, bæði sjálfum
oss og landinu til hags.
lngölfslíkneskið á Arnarhöli.
Svo segir í Landnámu: »Þá er Ingólfr sá ísland,
skaut hann fyrir borð öndugis-súlum sinum til heilla;
úann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er
súlurnar kæmi á land«. — Og enn segir þar nolckru
síðar: »Ingólfr fór um várit ofan heiði; hann tók
sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land
fiomit; hann bjó í Reykjavík; þar eru enn öndvegis-
súlur hans í eldhusi«.
Svo segist Landnámu frá um vorn fyrsta land-
Hámsmann, er hann fann landið og nam það til
1) Fossarnir, áburðarefni og má ske íleiri nytjaefni í jökulvatni, jök»
uUeirum og ýms jarðefni, sem að gagni megi verða og enn liggja ónotuð.