Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 63
IÐUNN]
Myndun lslands og ævi.
57
II. Myndun íslands.
Hvernig er ísland orðið til? Hver eru höfuðefni
þess, og hvernig eru þau komin inn fyrir endimörk
þess rúms, er ísland nú fyllir?
Jarðeldarnir, hinir ægilegu vágestir vorra tíma,
hafa átl mestan þátt í myndun landsins. Mestalt það
efni, sem landið er myndað af, á upphaflega rót sína
að rekja til þessa eilífa elds, sem logað heíir undir
rótum landsins. Eldgígirnir hafa verið uppsprettu-
lindir, er stöðugt hafa borið efni til myndunar lands-
ins neðan úr undirdjúpunum upp á yíirborðið.
Eldfjöllin hafa gosið vellandi hrauni, ösku, vikri,
gjalli og glóandi hraunkúlum. Hraunelfurnar hafa
breiðst eins og eldllóð frá gigum og eldsprungum,
storknað og orðið að föstu bergi. Þannig hetir hvert
hraunlagið hlaðist ofan á annað og smám saman
myndað þykk hamralög. Gosin hafa þyrlað öskunni,
vikrinum, gjalli og hraunkúlum yfir enn stærra svæði;
síðan hafa jöklar, vindar og vatn tekið við, ekið því
til og breytt á ýmsa vegu og myndað af því þykk
lög af móbergi. Helstu jarðeldamyndanir hér á landi
eru þessar:
Basalt er hin lang-algengasta bergtegund á íslandi,
er mestur hluti landsins af því myndaður. Vér nefn-
um hasaltið ýmsum nöfnum eftir útliti þess. Ein teg-
und þess er ltallað blágrýti, það er dökl að lit og
myndað af svo fíngerðum steinkornum, að þau eru
varl greinanleg með berum augum. Meginhluti fjall-
anna á Vestur-, Norður- og Austurlandi eru mynduð
af blágrýti, og talið er, að það sé undirlag alls mið-
biks landsins. Flest liin yngri liraun eru og af blá-
8rýti. Önnur tegund basaltsins er grásteinninn
(dolerit); hann er grár eða ljósleitur að lit og svo
grófgerður, að frumkorn hans sjást með berum aug-
um. Hann er algengastur á breiðu belti yfir landið