Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 144
138
Jónas Lie:
I iðunn
sem maður hennar liafði barkað fyrir mig, sagði hún
við mig, hægt og lævíslega, eins og henni var lagið:
— Þú ættir ekki að fara svona oft að heiman,
Súsamel! —
Eg leit á hana, og þá bætti hún við:
— einmitt nú, þegar Jakvist er hér.
Ég lét sem ég skildi ekki, hvað hún fór, og hélt
af stað. En hjartað varð eins og að glóðarmola í
brjóstinu á mér ... og ég tók vel eftir því, er Ivaisa
sagði einu sinni eins og af tilviljun, erégkomheim:
— Ég skil ekki, hvers vegna Nóru var svo um-
hugað um að fá þenna Jakvist hingað.
Nóra kom inn i sömu svipan, og ég sá, að hún
hafði heyrt það. Hún starði óttaslegin á Kaisu, roðn-
aði og fölnaði síðan upp sem liðið lík. Og þegar
Kaisa var farin, féll hún alt í einu grátandi um háls
mér og sagði:
— Trúðu henni ekki, Súsamel. Hún er vond mann-
eskja! Og hún titraði eins og laufblað í vindi.
Og fegin vorum við daginn sem Jakvist fór það árið.
En svo kom næsta sumar og með þvi aftur Jakvist.
Kaisa lagði alt af jafn-ilt til málanna, og hún bar
svo langt af mér í hyggindum, að ég vissi, að eina
ráðið fyrir mig mundi vera að leggja engan trúnað
á orð hennar, heldur treysta Nóru fullkomlega. Og
það gerði ég. t*egar ég horfði í augu Nóru, vissi ég,
að Kaisa fór með róg og lygi.
En maður er í raun og veru ekki sjálfum sér ráð-
andi — og hversu oft sem ég ásetti mér að ganga
fram hjá bæ Kaisu án þess að líta þangað inn, þú
var samt sem áður eins og sjálfur Satan drægi mig
þangað, hversu sem ég vildi við því sporna.
Og hvert sinn, er ég fór þaðan, hafði hún sagt
eitthvað til að æsa mínar illu tilfinningar.
Svo var það sumarkvöld eitt, að ég kom heim