Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 109
ItiUNNl
Nýtt skólafyrirkomulag.
103
brugðið, nema lögleg forföll liarnli. í skólatímunum
á kennarinn að passa nemendur eins og óvita krakka,
gæla þess nákvæmlega, að hver þeirra taki vel eftir
í timanum og hegði sér vel, áminna þá, sem kæru-
lausir eru, og beita skóla-aganum, ef áminningar duga
ekki. Einnig ber lionum að sjá um, að nemendur
geri skyldu sína, svíkist ekki um að læra lektíur
sínar o. s. frv. Þessi pössun og gæzla á öllum svið-
um vekur ósjálfrált þá hugsun hjá nemendum, að
þeir eigi ekki að gæta sín sjálfir, þeir þurfi þess ekki,
því aðrir annist um það fyrir þá. Ábyrgðartilfinn-
ingin vaknar því ekki hjá þeirn. Eg hygg, að þessari
ábyrgðarleysistillinningu, sem skólafyrirkomulagið
elur upp hjá nemendum, sé að miklu leyti um það
að kenna, hve mjög stúdentum við háskólann í Kaup-
mannahöfn liættir við að slæpast fyrstu árin þar.
I-’eir kunna sem* sé ekki að nota hið »akademiska
frelsi«. Það er auðsætt, að nemendur verða að hafa
eitthvert markmið fyrir augum, og þörfin til að ná
því verður að vera vakandi hjá þeim sjálfum. Þeir
«iga sjálfir að sækjast eftir fræðslu, finna þörfina lil
þess, en þeim á ekki að vera þröngvað lil þess af
öðrum. Annars er hætt við að latneska setningin:
Vilae, non scholae discimus, o: »Vér lærum fyrir lífið
(sjálfa oss), en ekki fyrir skólann«, ranghverfist i
Þugum þeirra og hljóði svo: Scholae, non vitae dis-
c'mus, o: »Vér lærum fyrir kennarana, en ekki fyrir
°ss sjálfa«. — Ef nemendum væri það ljóst, að þeir
l*rðu fyrir sjálfa sig, þá mundu þeir ekki stritast
8egn kennurunum og gera þeim staríið sem erliðast,
e'*is og víða vill brenna við í skólum. Hinn and-
styggilegi skólaagi með áminningum, refsieinkunnum
°- s. frv. er afsprengi þessa þvingunarfyrirkomulags.
Hve mjög skólamönnum verður tíðrætl um aga
{disciplinj í útlendum skólalímaritum, sýnir ljósast,
aö víða er potlur brotinn í þeim efnum í úllendum