Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 119
IÐUNN]
Nýtt skólafyrirkomulag.
113
Nemendum sé gefinn kostur á að taka próf við
prófdeildirnar tvisvar á ári; prófin séu haldin í þar
til gerðu liúsi, og sé þar öllu svo haganlega fyrir
komið, að nemendur njóti allra þeirra þæginda, sem
þeim ber, meðan á prófinu stendur; eftirlitið sé
gert vandalítið eða vandalaust, og loku sé skotið
fyrir það, að nemendur geti veitt eða þegið hjálp við
úrlausn skriflegra verkefna. Verkefnin séu mörg og
margvisleg og reyni á kunnáttu nemandans á sem
flestum sviðum námsgreinarinnar, þannig að trygg-
ing sé fengin fyrir því, að það komi í ljós, hve vel
kröfum prófreglugerðarinnar liefir verið fullnægt af
Hemandanum. Prófin séu ekki erfiðari eitt árið en
annað. Tíminn, sem nemendum er ætlaður lil skrif-
lega prófsins, sé nægilega langur. Einkunnir séu
gefnar eftir sanngjörnum, föstum mælikvarða, er ekki
breytist með ári hverju (þ. e. ekki sé gefin hærri
einkunn eilt árið en annað fyrir sömu úrlausn eða
frammistöðu). Allsherjarprófnefnd Háskóla íslands sé
ekki leyfilegt að kenna við lærða skóla eða veita
tímakenslu. Utanskólanemendum, er lesið hafa undir
próf upp á eigin spýtur eða hjá prívatkennurum, sé
og leyfilegt að ganga undir próf við hinar ýmsu
prófdeildir Háskólans.
Nú ætlar einhver nemandi sér að taka stúdentspróf.
Gengur hann þá inn í einhverja námsdeild í ein-
kverjum lærðum skóla (t. d. í Reykjavík, á Akureyri
eða Seyðisfirði, ef lærðir skólar væru á þessum stöð-
om) og hlýðir á kenslu í þeirri deild, unz hon-
Om finst og kennararnir telja hann hæfan til að
taka próf í námsgreinum þeirrar deildar. Þá fer hann
til Reykjavíkur, sækir um að fá að ganga undir próf
kjá tilsvarandi prófdeild Allsherjarprófnefndar Há-
skólans, tekur svo prófið og annaðhvort stenzt það
eða fellur. Ef hann stenzt prófið, fær hann prófskír-
teini (testimonium) lijá Allsherjarprófnefnd Háskóla
Iöiinn IV. 8