Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 18
12
Holger Wiehe: Bandalag Norðurlanda.
[ IÐUNN
Reyndar eru einir ll°/o þar norrænir (Svíar) og 82°/»
eru Finnar, þjóð, sem er Norðurlandabúum mjög
fjarskyld, þar sem hún tilheyrir ekki indversk-evrópska
málflokknum. En menning allra Finnlendinga er af
norrænum rótum runnin, og samband Finnlands við
Norðurlönd væri miklu eðlilegra en samhand þess
við Rússland eða jafnvel Þýzkaland. Og okkur hinum
væri þjóð, sem er 3 miljónir, til mikils stuðnings.
Spurningin er nú að eins sú, hvort Finnar vilja vera
með eða þeir fá að vera með. Sem stendur er jafn-
vel misklíð milli Finna og Svía út af Álandseyjum,
svo að ekki er gott að vita, hvernig um það muni
fara.
Hér er nú fljótt yfir sögu farið, og jafnvel að eins
drepið á helztu atriðin. Hér koma mörg mál til
greina, t. d. sambandsflagg, er mætti nota við ein-
stök tækifæri, á sambandsþinghúsinu, á herskipun-
um í ófriði o. s. frv. Það gæti að minni ætlun verið
hentugt að hafa slíkt flagg; en auka-atriði væri það.
Eg er í engum vafa um, að þetta mál er mikils-
vert, svo mikilsvert, að ég held, að framtíð allra
Norðurlanda sé komin undir því. Ætli það sé þá að
minsta kosti ekki þess vert, að menn gefi því gaum
og fari að athuga það nánara en hingað til — einnig
hér á íslandi?
En nú er eftir að vita, hvort vér fáum tíma til
þess að leiða þetla mál til farsællegra lykta, eða
hvort það er ekki orðið um seinan, hvort ekki sé
þegar úti um sjálfstæði allra smáþjóða.
Betur að svo væri ekki.