Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 130
124
Jónas Lie:
[ iðunn
og sezt niður í stiganum við Wagels-bryggju, sem
raunar var ekki annað en fáeinar fúnar trérimar,
grænar af slíi og elli, til þess að fiska.
En er Súsamel kom róandi í birtingu eða um óttu-
skeið, hafði hann fundið hana í sjónum, og það leit
helzt út fyrir, að hún hefði legið þar nokkuð lengi.
Um litla fingur hennar var brugðið hvílum garn-
þræði og við enda hans hékk dálítil blágóma, er
hafði bitið á títuprjónsöngulinn og spriklaði nú fram
og aftur í sjónum, svo að hendin hreyfðist.
Súsamel kom Nóru upp á bryggjuna, gerði nokkra
stund Iífgunartilraunir við hana með sínum sterku
örmum og blés anda í brjóst henni, þar til er loks sást
lifsmark með henni, og síðan bar hann meyna ná-
föla heim á höndum sér.
Hann vék ekki frá henni allan fyrri liluta dagsins,
en sat og stundi við og við — sögðu menn — líkt
og bjarg við sjávargný, þar lil er hún kom aftur til
sjálfrar sín.
Þá var það, sem hann kynlist henni fyrst. En
hann vildi ógjarna koma upp i stofuna til foreldra
hennar og því kom liún oftast nær niður -á bryggj-
una til hans og masaði við hann. — Og daginn,
sem hann sat sparibúinn í hátnum sínum, var hann
að bíða eftir henni.
Hún kom líka von hráðar með tínu í hendinni, en
um hálsinn hafði hún lítinn, njrjan rauðköfióttan
silkiklút, sem fór henni mjög vel.
Hún stóð stundarkorn á neðstu tröppunni í bryggju-
stiganum, síðan rétti hún honum tinurnar og hann
hjálpaði henni niður í bátinn. Hún settist á þóftuna
gegnt honum. Það var þögn í fyrstu, en svo tók hún
að spyrja hann, hvenær hann ætlaði að fara i sjó-
róðrana.
— O — það er nú tími þangað til — sagði hann
— við verðum nú fyrst heima í alt sumar.