Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 153
ISUNN]
Ritsjá.
147
og hugsseismanninum Bjarna og Baldvin, og loks Tómasi,
Jónasi og peim Fjölnismönnum. Pá er komið fram yíir
dagmálin, þjóðin vöknuð og Jón Sigurðsson að hefja
hina pólitísku baráttu fyrir frelsi og sjálfstæöi þjóðarinnar.
Þar endar sagan. En öllu er lýst svo ágætlega og svo hisp-
urslaust, og alls ekki dregin fjöður yfir mistök Dana í
stjórn landsins, svo að vér megum vel við una. Minnist ég
ekki að hafa lesið svo létt og ljóst skrifaða ritgerð eftir
dr. Jón Helgason og á svo lýtalausu máli. Hafi hann því
þökk og heiður fyrir viðvikið, og þá ekki síður félagið,
sem hefir orðið til að gefa þetta út.
Áge Meger Bencdictsen: Overblik over det isl. Folks
Historie. Dansk-Isl. Samf. Smaaskrifter, No. 3.
Hinn góðkunni íslandsvinur Age Meyer Benedictsen ritar
hér réttort og gagnort yfirlit á einum 36 bls. yfir sögu ís-
lands frá landnámstið og fram á vora tíma. Yfirlitið er
ætlað Dönum og að vonum fljótt yfir sögu farið, en þó
aðdáanlega vel náð helztu dráttunum úr sögu vorri. I.
I-andnám. II. Lýðveldið og hnignun þess. III. ísland undir
norskum og dönskum konungum. IV. ísland dönsk lýð-
'enda. V. Próun íslands frá 1874—1915. Dönum er þetta
óefað góður og handhægur leiðarvísir i sögu vorri, en
einnig íslendingar, einkum börn og unglingar, gætu haft
hans not, og er undarlegt, að svona stutt og ljóst yfirlit
J’fir sögu vora skuli ekki vera til á íslenzku. — Ætli Dön-
um skiljist nú ekki all-ílestum, er þeir hafa lesið bækling
Þenna, að landið er vort, að vér liöfum numið það, lifað
j því, þjáðst og þolað með því allar þær plágur, scm yfir
Það hafa gengið, og loks lyft því það, sem það þó er
kornið? Er nokkuð af þessu danskt, nema ef til vill ein-
°kunin og myrkratímar þeir, sem liún hafði í för með sér?
Jú, danskt er það drengilega orð, sem þorir að lýsa þessu
nu með svo mikilli réttsýni, sem raun ber vitni á þessum
fáu blöðum; og velvild Dana urðum vér varir við 1874,
1907 og 08, og þá ekki sízt í ár, er vér fáum fullkomna
'’iðurkenningu þeirra fyrir þvi, að vér eigum oss og land
v°rt sjálíir, án nokkurrar ihlutunar frá öðrum. Hafi þeir
Þvi margfaldar þakkir fjTÍr!
10*