Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 29
IÐUNN]
Góð kaup.
23
að »taka’ hann«? Hæ! Geturðu ekki verið samferða?
Andskoti liggur þér á! Gvendur, hæ! Bíddu, hæ!«
»Nú, sko. Það er naumast þú æpir. Það vill, sko,
til, að enginn heyrir hrópin í þér nema ég og guð
almáttugur; annars mundi verða sagt, að þú værir
svínfullur«.
»Ha? Segir guð almáttugur, að ég sé svínfullur?
O-jæja. Einhvern tíma hefir hann nú séð mig lakari.
Svona, Gvendur. Komdu með pelann. Eða ertu búinn
úr honum?«
Guðmundur í Tungu stöðvaði Svip og hnepti frá
aér utanyfir-treyjunni og tók upp dökkan, þykkan
pela, rúmlega hálfan af víni, og rétti Páli, nábúa
sínum. Páll gerði pelanum all-góð skil og fljót og
rétti hann síðan Guðmundi, er gerði sér gott af því,
sem eftir var í honum.
»Erum við búnir með samlags-brennivínið? Eig-
um við ekkert meira?« spurði Páli.
»Jú, sko. Brennivínið er búið.. En, sko; við eigum
nóg samt. En leiðin er nú löng heim og ekki vert
að tæma ílátin undir eins. En nú skulum við halda
áfram; annars ríður Símon, ræfillinn, fram á okkur
og fer að sníkja brennivín. En ég vil helzt vera laus
við hann, þann góða mann«.
»Já, en þú veizt, Guðmundur, að ég get ekki riðið
hratt. Klárinn er orðinn fótalaus, og vegurinn er svo
hnjúskóttur. Svo hejd ég nú, að þú þurfir ekki að
fælast Símon. Þið eruð þó altént frændur«.
Guðmundur svaraði ekki, en sló í Svip. Klárinn
tók viðbragð og þaut af stað og var horfinn Páli á
svipstundu. Honum þótti bölvað að verða á eftir og
lamdi Grána gamla áfram með fótum og svipu.
Klárinn lagði fram það, sem hann gat, en Páll ham-
aðist og barði hann með hælunum, þangað til hann
var sjálfur orðinn uppgefinn; þá hætti hann að berja
til útlimunum, en hrópaði af öllum mætti: »Gvendur!