Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1918, Blaðsíða 39
IÐUNN]
Góð kaup.
33
»Um leið og þú tekur við klárnum, sko, og hann
getur þú fengið þegar á morgun«.
»Nú jæja. Ég veit nú silt af hverju um ástamakk
Elínar, sagði Páll drýgindalega og glotti.
»Á, veizlu það. Mikið var, að þú kannaðist við
það, sko«, sagði Guðmundur hróðugur og saup á
konjaks-flöskunni og rétti svo Páli.
»Nú, ég hefi svo sem aldrei borið neitt á móti því,
að ég vissi sitt af hverju. En ég hefi ekki viljað segja
þér það«, sagði Páll og tæmdi ílöskuna.
Guðmundur seildist eftir tösku sinni og sagði um
leið og hann opnaði hana: »Nú, sko. Ætlarðu þá að
ganga að þessu boði mínu?«
»Já, ég geng að því í kvöld og segi þér alt, sem ég
veit um ástir Elínar á morgun«.
»Á morgun! Nei, sko, þakka þér kærlega. Þú verð-
ur að gera það núna undir eins. Til morguns stendur
«kki boð mitt«.
»Jæja, þá skulum við sleppa þessu. í kvöld segi
«g þér ekki eitt orð. Ég vil engin eftirkaup eiga
við þig«.
»Grunar þú mig um svik og óorðheldni? Hvenær
hefir þú reynt slíkt af mér? Ég stend við min orð«.
»Jæja, það er ágætt. Það er bezt við förum að
halda heim. Það er orðið framorðið«, sagði Páll og
brölti á fætur og gerði sig líkiegan til að leggja af stað.
»Nú, sko. Ekkert liggur á, súptu hérna á whisky-
flöskunni, áður en þú stekkur burt. Við skulum gera
út um þetta«.
Páll tók við fföskunni, en sagði um leið:
»Já, ég hefi nú eklci gott af að drekka meira, ég
er orðinn moldfullur. — Gera út um. Eg hefi ekkert
að gera út um. Ég kem til þín á morgun og segi
Þér það, sem ég veit, um ástaljrall Elínar. Og þá
selur þú mér Sörla fyrir 150 krónur. Oðruvísi geri
■ég ekki út um þella«.
Iðunn IV.
3